Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. mars. 2015 10:00

Þrjátíu þúsund fleiri plöntur gróðursettar hjá Vesturlandsskóg

Hjá Vesturlandsskógum verður 310 þúsund plöntur gróðursettar á vegum verkefnisins í ár en í fyrra voru gróðursettar 280 þúsund plöntur.

 

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga segir að samningar séu í gildi um framleiðslu á plöntum við fjóra plöntuframleiðendur sem eru Barri á Héraði, Sólskógar á Akureyri, Furubrún og Álmur í Biskupstungum. Reiknað er með að kostnaður við plöntukaup verði rúmlega 15,5 milljónir króna.

 

Á síðasta ári var lögð áhersla á að sinna skjólbeltabændum á Snæfellsnesi og var heildar lengd skjólbeltagerðar árið 2014 um fimm kílómetrar miðað við einfalt belti. Sigríður segir að miðað við eftirsókn í skjólbeltaræktun á þessu ári sé gert ráð fyrir að lagðir verði fimm kílómetrar af skjólbeltum á Mýrum og Snæfellsnesi næsta sumar. Á þessu ári er markmiðið að innleiða nýjan framlagsgrunn, Access grunn, sem öll landshlutaverkefnin í skógrækt munu nýta sér. Þessi vinna mun standa yfir allt árið.

 

Stefnt er að uppgjöri einu sinni á ári við hvern skógarbónda og verður það í lok október. Þetta var gert í fyrsta skipti árið 2014 og gafst vel. Töluverður vinnusparnaður ávannst þar sem áður voru uppgjör tvisvar á ári, eitt í ágúst og annað í nóvember til desember.

 

Rætt eru við Sigríði Júlíu í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is