Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Týsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. mars. 2015 10:38

Vísbendingar eru um að fjölsóttir ferðamannastaðir nálgist þolmörk

Út er komin skýrsla þar sem kynntar eru meginniðurstöður viðhorfskönnunar sem gerð var meðal ferðamanna á átta vinsælum náttúruskoðunarstöðum á Suður- og Vesturlandi síðasta sumar. Ferðamálastofa fjármagnaði rannsóknina sem stýrt var af dr. Önnu Dóru Sæþórsdóttur, dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands. Ástæða þess að Ferðamálastofa ákvað að ráðast í verkið var sú að vegna mikillar fjölgunar ferðamanna hér á landi, og þess álags sem af henni skapast, hafa vaknað spurningar um hvort ferðamenn séu nú þegar of margir á vinsælustu áfangastöðum landsins. Þannig er reynt að fylgjast með þolmörkum ferðamannastaða. Staðirnir sem valdir voru til skoðunar voru Djúpalónssandur, Geysir, Hakið á Þingvöllum, Hraunfossar, Húsadalur í Þórsmörk, Jökulsárlón, Seltún og Sólheimajökull. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvert aðdráttarafl staðanna er, hvernig ferðamenn skynja staðina, hversu ánægðir þeir eru með heimsókn sína, hvort aðrir ferðamenn hafi áhrif á upplifun þeirra og hvort ferðamenn sjái ummerki um skemmdir á náttúrunni vegna ferðamennsku. Kannað var hvort greina megi árstíðabundinn mun á fyrrgreindum atriðum.

 

 

Könnunin sýndi að þrátt fyrir að fjöldi erlendra ferðamanna hingað til lands hafi aukist mjög ört undanfarin ár eru langflestir ánægðir með náttúruna og dvölina á stöðunum sem til skoðunar voru. Ánægja er einnig mikil með göngustíga, en hún er ekki eins mikil með aðra innviði og þjónustu. Gestir eru þó síður ánægðir með innviði og þjónustu við Geysi og Jökulsárlón, auk þess sem umhverfi Geysis þykir manngerðara en hinna staðanna. Almennt þykir hreint á svæðunum en þó síst við Jökulsárlón. Fáir hafa orðið varir við skemmdir á náttúrunni af völdum ferðamanna sem og rusl, skemmdir á jarðmyndunum og gróðurskemmdir. Sú umhverfisröskun sem ferðamenn taka helst eftir er rof úr göngustígum og þá sérstaklega í Þórsmörk og við Geysi.

 

Jökulsárlón og Geysir skera sig úr

Meirihluti ferðamanna á áfangastöðunum átta finnst fjöldi ferðamanna hæfilegur. Jökulsárlón og Geysir skera sig þó úr hvað þetta varðar þar sem um 40% ferðamanna þar þykir vera of mikið af hópferðamönnum. Um þriðjungi svarenda þar finnst of mikið af ferðamönnum almennt. Á Þingvöllum fannst 20% þátttakenda vera of mikið af ferðamönnum almennt og 18% gesta í Þórsmörk voru á sama máli. Um 8-11% við Seltún, Sólheimajökul og Djúpalónssand fannst of mikið af ferðamönnum.

 

Ákveðnir markhópar nálgast hugsanlega þolmörk

Í skýrslunni segir að liggja þyrftu fyrir skýr markmið um hvaða upplifun stöðum er ætlað að veita og eða til hvaða markhópa þeir eiga að höfða til í skipulagi ferðamannastaða. Slík markmið hafa ekki verið sett fyrir rannsóknastaðina átta og því ekki er hægt að fullyrða hvort félagslegum þolmörkum ferðamanna sé náð. Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa þó ákveðna vísbendingu um að ákveðnir markhópar við Geysi og Jökulsárlón séu mögulega að nálgast þessi þolmörk en aðrir staðir virðast í betra horfi.

 

Skilgreina þolmörk fyrir hvert svæði

„Til að náttúruskoðunarstaðir haldi áfram að vera auðlind fyrir ferðaþjónustuna verður að meðhöndla þá í samræmi við það. Mikilvægt er að þolmörk séu skilgreind fyrir hvert svæði fyrir sig, og þar með ákvörðuð staðsetning svæðisins innan afþreyingarrófsins. Með því móti næst hámarksnýting á landinu fyrir fjölbreytta ferðamennsku, styrkari stoðum er rennt undir ferðaþjónustu og betur er stuðlað að sjálfbærri þróun greinarinnar. Þannig verður hægt að taka við sem flestum ferðamönnum, af mismunandi gerðum, án þess að ganga meira en nauðsyn krefur á þær auðlindir sem ferðamennska byggir á,“ segir meðal annars í skýrslunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is