Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. mars. 2015 02:17

Marz-sjávarafurðir kaupa gamalt bókasafnshús

Bæjarráð Stykkishólms samþykkti á fundi sínum í gær, með tveimur atkvæðum gegn einu, að selja húseignina Hafnargötu 7 í Stykkishólmi. Kaupandi er Marz-sjávarafurðir ehf. Fyrirtækið hyggst rífa húsið og láta byggja þar nýtt. Salan á húsinu hefur verið umdeild í Stykkishólmi. Forsaga þess er sú að Stykkishólmsbær auglýsti í október á síðasta ári húseignir í sinni eigu til sölu. Þetta voru gamla barnaskólahúsið við Skólabraut sem hefur verið nýtt fyrir tónlistarskólann og húsnæði Amtbókasafnsins við Hafnargötu.

 

 

 

Selja til að hagræða

Nota á söluandvirði húsanna til að stækka grunnskólahúsið í Stykkishólmi þannig að það nýtist einnig fyrir tónlistarskólann og Amtsbókasafnið. Með þessu er vonast til að ná fram hagræðingu í rekstri Stykkishólmsbæjar sem er í þröngri stöðu. Það er húsnæði Amtsbókasafnsins sem er að Hafnargötu 7 sem nú er selt. Þetta hús var um árabil byggingavörudeild Kaupfélags Stykkishólms og sker sig að útliti til nokkuð úr þeim gömlu húsum sem eru í kring.

Þrjú tilboð bárust í Hafnargötu 7. Tvö þeirra voru frá Bókaverzlun Breiðafjarðar og hljóðuðu samtals upp á 50.955.000 og 52.430.000. Þriðja tilboðið var svo frá Marz-sjávarafurðum upp á 53.265.000. Það er þessu síðastnefnda tilboði sem meirihluti bæjarráðs Stykkishólms ákvað að taka á fundi sínum í gær.

 

Hafa áform um uppbyggingu

Með tilboði sínu hafa Marz-sjávarafurðir kynnt bæjarstjórn Stykkishólms bréflega áform um uppbygginu á lóðinni. Í þeim felst að rífa núverandi hús. Í staðinn verði byggð tvö ný hús í gömlum stíl. Á suðurhluta lóðarinnar yrði íbúðarhús sem yrði selt þegar byggingu þess væri lokið. Húsið á norðurhluta lóðarinnar gæti á hinn bóginn nýst sem verslunar- og/eða skrifstofuhúsnæði, kaffihús og jafnvel að hluta til íbúðarhús. Þessar byggingar yrðu þannig bæjarprýði, féllu vel að gamla miðbænum í Stykkishólmi og yrðu til þess fallin að glæða hann lífi. Hugsunin yrði ekki ólík þeirri sem er á bak við hús Æðarseturs Íslands sem nú er verið að ljúka við á lóð skammt frá. „Metnaður okkar stendur til þess að gera þetta eins vel og hægt er og kalla til samstarfs færustu arkitekta landsins, sem hafa sérhæft sig í uppbygginu gamalla húsa,“ stendur orðrétt í bréfinu sem er undirritað af Erlu Björgu Guðrúnardóttur hjá Marz-sjávarafurðum.

 

Bókaði á móti

Lárus Ástmar Hannesson fulltrúi minnihlutans í bæjarráði greiddi atkvæði gegn þessu og lagði inn bókun um málið. Í henni segir meðal annars að hann telji það mistök að ekki hafi verið gengið til viðræðna við fulltrúa Bókaverzlunar Breiðafjarðar um samstarf. „Ég tel að í samkomulagi við áðurnefnda aðila hefði verið mögulegt að setja saman verulega góða einingu þar sem saman yrðu rekin verslun, bókasafn, bókakaffi og e.t.v. upplýsingamiðstöð. Með áðurnefndum samrekstri hefði að öllum líkindum náðst hagræði í rekstri og til hefði orðið lífleg og skemmtileg eining í miðbænum okkar, Hólminum til heilla enda hugðust tilboðsgjafar nýta sér byggingarréttinn,“ segir meðal annars í bókun Lárusar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is