Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. mars. 2015 09:38

Skortur á iðn- og tæknimenntuðu starfsfólki

Í nóvember 2014 var framkvæmd spurningakönnun meðal stjórnenda fyrirtækja, einyrkja, smábátasjómanna og bænda á Vesturlandi. Þátttakendur voru spurðir hvers kyns menntun væri helst vöntun á inní fyrirtækin. Í ljós kom að iðn- og tæknimenntun var oftast nefnd. Næst á eftir var starfsfólk með kennaramenntun nefnt. Þar á eftir kom menntun í ferðaþjónustufræðum og almenn háskólamenntun. Einnig var vöntun á starfsfólki með heilbrigðismenntun, búfræðimenntun og menntun í viðskipta- og tölvufræðum og markaðsmálum. Þá nefndu þátttakendur þörf á starfsfólki með menntun í raungreinum auk þess sem nokkrir nefndu vöntun á starfsfólki með annarskonar menntun en talin hefur verið upp hér að ofan.

 

 

Þessi spurningakönnun var hluti af svokallaðri Fyrirtækjakönnun sem unnin var af Einari Þorvaldi Eyjólfssyni hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV). Hún var vefkönnun og send út til 1011 aðila á Vesturlandi. Alls bárust 342 svör. Alls nefndu 85 fyrirtæki að þau hefðu þörf fyrir starfsfólk með ákveðna menntun. Niðurstöður Fyrirtækjakönnunar sem varða eftirspurn eftir starfsfólki eftir menntun eru birtar í vefritinu Glefsu er ný útgáfa hjá SSV. Með Glefsunni verður greint frá afmörkuðu efni úr Hagvísum eða skýrslum SSV.

 

Glefsu, hagvísi SSV má sjá hér.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is