Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Týsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. mars. 2015 09:41

Afgerandi áfangar yfirstignir í undirbúningi sólarkísilverksmiðju

Síðdegis í gær var undirritaður einn stærsti samningurinn til þessa vegna undirbúnings byggingar sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. Hann er um kaup á tugmilljarða króna vélbúnaði fyrir verksmiðjuna frá SMS Siemag AG í Þýskalandi. Theresa (Terry) Jester forstjóri Silicor Materials segir samninginn vera stórt skref í að ljúka fjármögnun verkefnisins. Annað nýtt skref er að Seðlabankinn hefur samþykkt undanþágur vegna gjaldeyrishafta.  

„Við ætlum að ljúka næstu stigum fjármögnunar fyrir lok apríl. Hönnun á mannvirkjum og verkfræðivinna í tengslum við tækjabúnað og þess háttar hefst eftir það. Í sumar verður unnið að því að undirbúa svæðið á Grundartanga fyrir framkvæmdir, leggja vegi, undirbúa uppskipunarsvæði og þess háttar. Undir lok ársins stefnum við á að ganga frá síðustu endum í fjármögnuninni. Ég vonast til að hægt verði að byrja aðalframkvæmdir við að reisa verksmiðjuna í lok þessa árs eða í byrjun 2016 þannig að byggingarframkvæmdir verði komnar á fullt þá um sumarið. Ég reikna með að það taki um 21 mánuð að reisa verksmiðjuna. Hún gæti hafið framleiðslu í árslok 2017 eða þar um bil. SMS Siemag, sem við sömdum við í dag, er mjög gott í því að halda áætlanir. Verkefnið er komið á fullt skrið,“ sagði Jester í samtali við Skessuhorn þegar samningarnir við þýska fyrirtækið voru undirritaðir í gær.

Mikill markaður fyrir kísil

Áætluð heildarfjárfesting í verksmiðju Silicor er um 120 milljarðar króna. Þar af kostar tækjabúnaðurinn um 70 milljarða króna. Silicor mun framleiða hreinan kísil í sólarhlöð með því að þvo kísilinn í bræddu áli. Þegar er búið að selja 14 þúsund tonn af 19 þúsund tonnum sem gert er ráð fyrir að verksmiðjun framleiði á ári. „Það er mikill markaður fyrir hendi. Barack Obama Bandaríkjaforseti kom svo með tímamótayfirlýsingu í síðustu viku. Bandaríkin skulu nú á næstu árum gera átak til framtíðar í að þróa og byggja upp endurnýjanlega orkugjafa. Þar kemur sólarorkan inn. Framtíðin er svo sannarlega björt,“ sagði Terry Jester glaðbeitt.

 

Áætlað er að verksmiðja Silicor á Grundartanga muni skapa um 450 bein störf til framtíðar. Því til viðbótar má gera ráð fyrir á þriðja hundrað afleiddum störfum. Af þessu má ljóst vera að gríðarleg fjölgun starfa er að verða til um vestanvert landið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is