Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. mars. 2015 11:06

Stærsti fjárfestinga-samningur hér á landi í 12 ár

Meðfylgjandi er mynd af fyrirhuguðum byggingum Silicor Materials í Kataneslandi við Grundartanga sem þekja munu 12 hektara lands. Afstöðumynd þessi er gerð af þýska fyrirtækinu SMS Group sem gerður hefur verið samningur við og framleiða mun vélbúnað í verksmiðjuna. Skrifað var undir kaup á búnaðinum í gær. Hér er um að ræða stærsta fjárfestingasamning í tólf ár hér á landi, eða allt frá því skrifað var undir samning um byggingu Alcoa Fjarðaáls á  Reyðarfirði. Samningsupphæðin milli Silicor og SMS Group er að andvirði 70 milljarða króna. Því til viðbótar er áætlað að verja 50 milljörðum í verkefnið sem alls mun þá kosta 120 milljarða króna. Þá hefur vakið athygli að norrænir lífeyrissjóðir koma að fjármögnun verksmiðjunnar, sjóðir sem leggja sérstaka áherslu á fjárfestingar í orkufrekum iðnaði sem knúinn er umhverferfisvænni orku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is