Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Týsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. mars. 2015 08:01

Áskell kveðst spenntur fyrir komandi úrslitakeppni

Lið ÍA í fyrstu deild karla í körfuknattleik hefur tryggt sér þátttökurétt í úrslitakeppninni um laust sæti í úrvalsdeild að ári. Þar mæta Skagamenn Hamri frá Hveragerði. Það lið sem fyrr sigrar tvo leiki kemst áfram í úrslitaviðureignina þar sem leikið er eftir sama fyrirkomulagi. Fyrsti leikur ÍA og Hamars verður í Hveragerði í kvöld, fimmtudaginn 26. mars. Í samtali við Skessuhorn segist Áskell Jónsson, annar tveggja spilandi þjálfara liðsins, ekki hafa átt sér neinn óskamótherja í úrslitakeppninni. „Þessi fjögur lið eru nokkuð jöfn að getu og ættu öll að geta unnið hvort annað,“ segir hann.

 

 

„Það hefði auðvitað verið skemmtilegra að fá heimaleikjaréttinn, það er betra að spila í umhverfi sem maður er vanur og svo er alltaf góð stemning á pöllunum,“ bætir hann við og minnist þess þegar ÍA lék síðast í úrslitakeppni árið 2012. „Þá lékum við heimaleikina uppi á Jaðarsbökkum og það var gjörsamlega troðið. Ég heyrði einhvers staðar að það hafi verið um þúsund áhorfendur í oddaleiknum á móti Skallagrími. Svo er mér sérstaklega minnisstæð úrslitakeppnin á Vesturgötunni 1998, en þá fór ég sem áhorfandi. Ekkert sæti var autt, fólk stóð við alla veggi og krakkarnir sátu á gólfinu á bak við körfurnar sitt hvorum megin á vellinum. Þá hafa líklega verið ríflega 1500 áhorfendur og frábær stemning,“ segir hann.

 

Annar leikurinn í umspili milli ÍA og Hamri verður á Vesturgötunni á Akranesi á sunnudaginn klukkan 19:15. Þangað er fólk hvatt til að mæta og styðja liðið.

 

Sjá viðtal við Áskel í Skessuhorni vikunnar

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is