Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Týsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. mars. 2015 11:45

Almenningssamgöngur og stjórnarskipan mest rætt á aðalfundi SSV

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi var haldinn í Hótel Hamri í Borgarnesi í gær, að loknum aðalfundum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands, Sorpurðunar Vesturlands og Vesturlandsstofu. Í umræðum um skýrslu stjórnar og reikninga SSV sem og í almennum umræðum á fundinum var mest rætt um almenningssamgöngur, sem skilað hefur hagnaði síðustu tvö árin. Í umræðunni kom meðal annars fram í máli Páls S Brynjarssonar framkvæmdastjóra SSV að skoðað yrði að stofna sérstakt félag um almenningssamgöngurnar, enda talið nauðsynlegt í ljósi stærðar verkefnisins. Engar kosningar fóru fram á aðalfundinum enda er á haustfundi samtakanna kosið til tveggja ára. Fyrir fundinum lá þó ein breyting á stjórn þar sem Björgvin Helgason kemur inn í stjórnina sem fulltrúi Hvalfjarðarsveitar í stað Hjördísar Stefánsdóttur.

 

 

Í lok fundarins kom fram tillaga frá fimm bæjarfulltrúum á Akranesi. Í tillögunni fólst að stjórn SSV skoðaði allar mögulegar leiðir til að leiðrétta þann lýðræðishalla sem er í stjórninni. Í stjórninni núna eins og ákvarðað var á síðasta ári er einn fulltrúi frá hverju sveitarfélaganna sem eru með færri en 3000 íbúa og tveir fulltrúa frá stærstu sveitarfélögunum; Akraneskaupstað og Borgarbyggð. Á Akranesi og í Borgarbyggð eru 65% íbúar Vesturlands, en þessi sveitarfélög hafa 33% vægi í stjórninni og jafnvel minna ef til kemur að formaður, sem er nú frá hvorugu sveitarfélaginu, þurfi að nýta sitt tvöfalda atkvæðamagn. Þessi tillaga bæjarfulltrúa Akraneskaupstaðar var felld með 12 atkvæðum gegn sex.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is