Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Týsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. mars. 2015 03:30

Fornminjasjóður styrkir verkefni á Snæfellsnesi

Minjastofnun úthlutaði á dögunum styrkjum úr Fornminjasjóði. Lilja Björk Pálsdóttir sem stýrt hefur fornleifauppgreftri og –rannsóknum á Gufuskálum á Snæfellsnesi fékk úthlutað fjórum milljónum króna til björgunarrannsóknar á verminjum Gufuskála. Þar hafa fornleifarannsóknir verið stundaðar í kapp við tímann þar sem sjór brýtur stöðugt meira af því landi þar sem minjarnar er að finna. Er þar einkum um að ræða leifar gamalla verbúða.

 

„Fyrir þessa fjárveitingu er ætlunin að ljúka við uppgröft á því svæði sem unnið hefur verið á síðastliðin ár. Þetta er þar sem verbúðin er sem við höfum verið að rannsaka. Minjastofnun Íslands er að gera úttekt á ástandi minjanna og svæðisins í heild. Hún mun meta hvernig best sé að vernda minjarnar. Áframhaldandi rannsóknir á svæðinu fara eftir niðurstöðunni frá Minjastofnun.  Þau mannvistarlög og byggingar sem eru á uppgraftarsvæðinu verða grafin upp. Að því loknu verður gengið endanlega frá svæðinu,“ segir Lilja Björk Pálsdóttir.

 

Auk þessa hefur Lilja Björk fengið úthlutað 400 þúsund krónum til að skanna veggjaristur í Sönghelli á Jökulhálsi norðan Stapa. Þessar veggjaristur liggja undir skemmdum vegna átroðnings. „Í Sönghelli er mikið af veggjaristum sem draga að fjölda ferðamanna á hverju ári. Margar þeirra eru mjög gamlar. Aðallega virðast þær vera ártöl og fangamörk en einnig eru þó nokkrir krossar sjáanlegir. Með styrknum sem fékkst úr Fornminjasjóði verður búið til þrívíddarlíkan af hellinum og ristum sem í honum eru. Risturnar eru margar hverjar orðnar ansi máðar. Með nýjustu tækni er hins vegar hægt að skanna yfirborð hellisins með slíkri nákvæmni að minnstu misfellur verða sjáanlegar. Þar með koma í ljós ristur sem varla eða ekki sjást með berum augum.  Með þessari aðferð verður hægt að rannsaka risturnar án álags á mjúka og viðkvæma veggi hellisins, “ segir Lilja Björk.

 

Styrkurinn sem fékkst til björgunarrannsókna á Gufuskálum er meðal tveggja hæstu styrkja sem úthlutað er úr Fornminjasjóði á þessu ári. Hinn styrkurinn sem einnig er upp á fjórar milljónir króna rennur til fornleifauppgraftar í kirkjugarðinum á Hofsstöðum í Mývatnssveit. Fjöldi verkefna fékk styrki úr Forminjasjóði í ár. Þar má nefna 1,3 milljónir til rannsókna á hvalveiðum Norðmanna á Vestfjörðum á 19. öld og einnar miljónar króna styrk til Félags áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar sem ætlar að nota peningana til skráningar minja. Sjá má listann yfir styrkveitingar á vef Minjastofnunar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is