Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. mars. 2015 11:19

Skagamenn spila ekki í úrvalsdeild í körfunni að ári

Það var mikil eftirvænting í loftinu í fullu íþróttahúsinu á Vesturgötu í gærkvöldi þegar Skagamenn tóku á móti Hamri frá Hveragerði í öðrum umspilsleiknum um laust sæti í úrvalsdeild karla í körfubolta að ári. Með sigri hefði ÍA getað knúið fram oddaleik. Skagamenn byrjuðu leikinn af krafti. Létu boltann ganga og skoruðu auðveld stig undir körfunni. Á sama tíma stóðu þeir vörnina ágætlega og Hamarsmenn áttu erfitt uppdráttar fyrstu mínútur leiksins. Um miðjan fyrsta leikhluta fóru Hvergerðingar að hitta úr þriggja stiga skotunum sínum og tókst á endanum að jafna eftir annars dapra byrjun. Það virtist slá Skagamenn örlítið út af laginu sem gekk illa í sókninni í upphafi annars leikhluta. Þeir léku vörnina hins vegar ágætlega, tóku fráköst og unnu boltann. Þeir skoruðu auðveld stig undir körfunni og eftir hraðaupphlaup og komust í 38-35. Þá tóku Hamarsmenn við sér. Þeir tóku tíu stiga sprett þar sem þeir keyrðu á körfuna, skoruðu stig og fengu oft vítaskot að auki. Staðan í hálfleik var 38-48 Hamri í vil.

 

 

Hamarsmenn hófu síðari hálfleik af krafti, létu boltann ganga vel og biðu eftir góðu skoti fyrir utan línuna. Skagamenn spyrntu við fótum, náðu nokkrum góðum sóknum í röð og minnkuðu muninn niður í sex stig. Þeir komust hins vegar aldrei á skrið vegna þess hve Hamarsmenn hittu vel úr þriggja stiga skotum sínum. Í fjórða leikhluta var það sama uppi á teningnum, Hvergerðingar hittu vel. Skagamenn börðust áfram og minnkuðu muninn í 5 stig þegar ein mínúta lifði leiks með nokkrum góðum þriggja stiga körfum frá Zachary Warren og Áskeli Jónssyni. Þeir brugðu því á það ráð að senda Hamarsmenn á vítalínuna og freistast til að jafna leikinn. Það gekk hins vegar ekki og níu stiga tap staðreynd, 94 - 103. Það er því ljóst að Skagamenn komast ekki í úrvalsdeild að ári.

 

Vonbrigðin voru mikil að leik loknum og Skagamenn að vonum vonsviknir með úrslitin. „Við töpuðum náttúrlega síðasta leik niður sem gerði það að verkum að þeir komu í þennan leik fullir sjálfstrausts,“ sagði Áskell Jónsson, spilandi þjálfari Skagamanna í samtali við Skessuhorn. „Það má ekki tapa tveimur leikjum, það má ekkert út af bregða. Það verður hins vegar ekki af Hamarsmönnum tekið að þeir spiluðu vel,“ sagði Áskell að leik loknum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is