Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Týsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. mars. 2015 02:06

Álagning sorphirðugjalds dæmd ógild

Í úrskurði kærunefndar umhverfis- og auðlindamála síðastliðinn föstudag var felld úr gildi álagning á fasteignina Furugrund 16 á Akranesi vegna sorphirðu- og eyðingargjald fyrir árið 2014. Jón Pálmi Pálsson er kærandi og eigandi eignarinnar. Hann færði fyrir því rök að gjaldskráin sem gjöldin voru úrskurðuð út frá væri ólögmæt. Rökin voru þau að stjórnendur Akraneskaupstaðar hefðu ekki farið að lögum við 3% hækkun hennar, þar sem þeim hefði láðst að leita umsagnar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Jón Pálmi taldi einnig að Akraneskaupstaður væri að íþyngja borgurum sínum með of hárri innheimtu gjalda en sem nemur rökstuddum kostnaði við þá innheimtu sem verið er að innheimta fyrir. Kærunefndin fellst á þau rök að það sé skýrt að sveitarstjórn skuli leita umsagnar heilbrigðisnefndar við setningu gjaldskrár, sem og að gjaldið skuli aldrei vera hærra en sem nemur þeim kostnaði sem verður við meðhöndlun úrgangs og tengdrar starfsemi. Steinar Adolfsson skrifstofustjóri Akraneskaupstaðar og staðgengill bæjarstjóra sagði í samtali við Skessuhorn að úrskurðurinn yrði yfirfarinn og skoðuð lögfræðileg staða Akraneskaupstaðar gagnvart honum. Meðal annars hvort hann væri fordæmisgefandi gagnvart öðrum gjaldendum. Varðandi það gætu verið til leiðir sem yrðu skoðaðar, svo sem endurálagning gjaldsins.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is