Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. mars. 2015 10:09

Fjölbreyttar hugmyndir á íbúafundi um skóla- og eignamál

Um 150 voru samankomnir í mennta- og menningarhúsinu Hjálmakletti í Borgarnesi í gærkveldi. Þar var haldinn íbúafundur um rekstur og skipulag fræðslumála og eignir sveitarfélagsins Borgarbyggðar. Starfandi hafa verið tveir vinnuhópar um þessi málefni og var markmiðið með fundinum að fá fram hugmyndir og sjónarmið frá íbúum inn í vinnu hópanna og sveitarstjórnar um leiðir til að styrkja fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri boðaði í upphafi fundarins að í haust yrði síðan farið í að endurskipuleggja og hagræða í fleiri málaflokkum er heyra undir sveitarstjórn og íbúar yrðu þar hafðir með í ráðum.

Kolfinna sagði í upphafi fundarins að viðfangsefni sveitarstjórnar væri að standast þau viðmið sem sveitarfélögum væri sett að sýna rekstrarjafnvægi á þriggja ára tímabili. Á það skorti mikið hjá Borgarbyggð og markmiðið væri að ná fram varanlegri hagræðingu í rekstri sem og að skoða sölu eigna. Kolfinna sagði að ef næðist að spara og hagræða um nokkrar prósentur í rekstrinum skipti það gríðarlega miklu máli. Þannig myndi 3% sparnaður af heildarútgjöldum gefa rúmar 90 milljónir og 5% um 150 milljónir. Í fræðslumálum myndu 3% samsvara 48 milljónum og 5% um 80 milljónum.

 

Fyrir fundinn hafði kvisast út að hugmyndir væru í starfshópunum um að sameina starfsstöðvar skóla í sveitarfélaginu og hafði það vakið viðbrögð hjá íbúum. Á íbúafundinum voru ekki skoðanaskipti milli fólks um slíkar hugmyndir enda fundurinn ekki karpfundur, heldur vinnufundur þar sem fundarmönnum var skipað í um tíu manna vinnuhópa. Hóparnir hver fyrir sig skilaði síðan sínum hugmyndum. Þær voru fjölbreyttar bæði í skóla- og eignamálum. Meðal annars um sameina grunnskóla og leikskóla og hagræða mætti svo sem með sameiningu mötuneyta og sameiginlegum innkaupum. Varðandi eignamálin var gegnum gangandi hugmyndir um nýta eignir betur eða selja þær. Þannig ætti að selja húsnæði Húsmæðraskólans á Varmalandi og skoða sölu félagsheimilanna, fækka þeim í eigu sveitarfélagsins. Sveitarfélaginu bæri að selja eignir sem það hefði minni tekur af en kostnað og skoða ætti sölu á eignarhlutunum í OR og Faxaflóahöfnum. Hugmyndir hópanna á íbúafundinum fara nú til umfjöllunar starfshópanna, en stefnt hefur verið að því að þeir skili sínum tillögum um miðjan aprílmánuð.

 

Nánar verður fjallað um íbúafundinn í Skessuhorni sem kemur út um miðja næstu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is