Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. apríl. 2015 02:30

Endurbætur á Hernámssetrinu á Hlöðum

Guðjón Sigmundsson (Gaui litli) hefur varið vetrinum til að gera nokkrar endurbætur á Hernámssetrinu sem hann rekur að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd.

 

„Við höfum lokið við að mála leikmyndina sem stendur hér á sviðinu þannig að hún lítur út fyrir að vera lúin og gömul. Ég fékk leikmyndamálara til þess verks. Það hefur heppnast vel. Svo eru alltaf að bætast við nýir hlutir og safnið stækkar. Nú höfum við sett upp nýja sýningu í gamla skrifstofuherberginu sem kallað er hér á Hlöðum. Þar er á einum vegg eins konar verkstæðis- eða skemmuveggur með ýmsum hlutum. Mest af því fékk ég hjá Olíudreifingu úr skemmu og litlum bragga sem verið var að rífa á Litlasandi við olíustöðina hér inni í Hvalfirði.“

 

Gaui segir að stórir og þungir hlutir hafi einnig verið færðir til og settir í skrifstofuherbergið. „Þar má nefna fjarskiptabúnað úr seinni heimsstyrjöld og risalíkanið af orrustubeitiskipinu Hood. Það er ákveðið hagræði í þessu. Þetta opnar betri möguleika til að halda viðburði í sjálfum samkomusalnum hér á Hlöðum,“ segir hann.  Safnið á Hernámssetrinu heldur stöðugt áfram að stækka. „Ég var að vona að safnið yrði nú til friðs þannig að ég þyrfti ekki að breyta og bæta meira um stund allavega. En þá hringdi maður til mín í gær sem ætlar að koma til mín sendibíl með gömlu dóti frá stríðsárunum sem hann var að losa úr geymslu hjá sér. Hann vildi koma því á góðan og öruggan stað og valdi Hlaðir. Núna um páskana mun gólfið hér því fyllast af þessum nýju gersemum sem þarf að koma fyrir.“

 

Draumurinn er að stækka Hernámssetrið enn frekar. Aðsókn að því er góð og eykst ár frá ári. Fjöldi fólks sem fer um Hvalfjörð heimsækir Hernámssetrið á sumrin. Í vetur hafa margir hópar komið og sótt það heim. „Ég er búinn að láta teikna stækkun að safninu. Ég hef fengið íslenskan arkitekt sem er búsettur í Danmörku til að teikna þrjá bragga sem yrðu þá reistir hér hjá. Þetta eru þó bara draumar enn sem komið er. Það er ekkert ákveðið í þessum efnum.“

 

Gaui segir að sumarið líti vel út. „Það er ágætlega bókað. Um helgar verður mikið um brúðkaup og ættarmót. Annars verður Hernámssetrið opið frá klukkan 11 til 17 alla daga nema laugardaga. Þá eru ættarmótin. Kaffihúsið Hvíti fálkinn sem hefur verið rekið hér undanfarin ár verður líka opið. Svo er það stórviðburður ársins. Sunnudaginn 10. maí verða 70 ár liðin síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk. Þá verður haldinn sérstök friðarhátíð hér á Hlöðum. Núna yfir páskana verður opið frá kl. 13 til 17 nema á skírdag. Þá er húsið bókað fyrir fermingarveislu.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is