Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. apríl. 2015 10:45

Veiðidögum fjölgað á hrognkelsaveiðum

Stjórnvöld ákváðu í gær að fjölga veiðidögum á grásleppuveiðum í 32. Það er fjölgun um 12 daga frá vertíð síðasta ár en þá voru veiðidagarnir 20 talsins.

 

Sókninni í hrognkelsastofninn er stýrt með því að ákveða fjölda veiðidaga sem hverjum bát er heimilt að nota til veiða um hverja vertíð. Aukningin nú kemur til vegna þess að vísindamenn hafa ekki orðið varir við jafn mikið af grásleppu á Íslandsmiðum og nú í vetur. Aflabrögð norðanlands hafa einnig gengið mjög vel sem styrkir þá trú manna að nú sé lag að auka veiðar.

 

Fulltrúar Landssambands smábátaeigenda lögðu til í fyrradag að veiðidagarnir yrðu 36 talsins en stjórnvöld ákváðu hins vegar 32 daga. Þetta mun þó vera bráðabirgðaákvörðum sem kæmi á til endurskoðunar síðar í vor telji menn efni og ástæður til.

 

Hefja má hrognkelsaveiðar við Vesturland í dag 1. apríl með þeim takmörkunum þó að veiðar eru ekki heimilaðar við innanverðan Breiðafjörð fyrr en 20. maí.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is