Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. apríl. 2015 09:00

Borgnesingar áhugasamir um söguritun

Frá ársbyrjun í fyrra hefur verið unnið að ritun sögu Borgarness sem ráðgert er að gefa út í tilefni þess að í mars 2017 verða 150 ár frá því að staðurinn varð löggiltur verslunarstaður. Egill Ólafsson blaðamaður og sagnfræðingur vann að verkinu en eftir skyndilegt fráfall hans í lok janúar var Heiðar Lind Hansson ráðinn til að ljúka við ritun sögunnar. Heiðar, sem er menntaður sagnfræðingur og frændi Egils, hafði innsýn inn í verkið og hafði verið honum innan handar í því. Ritnefnd sem hefur yfirumsjón með verkinu ákvað því að fela Heiðari Lind að taka við verkefninu og hóf hann störf nú í byrjun mars.

 

Heiðar er fæddur og uppalinn í Borgarnesi, menntaður sagnfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann lauk mastersnámi í í alþjóðastjórnmálasögu frá The London School of Economics and Political Science (LSE) árið 2011. Eftir heimkomuna kenndi Heiðar í Menntaskóla Borgarfjarðar og starfaði svo sem blaðamaður á Skessuhorni til síðasta vors. Undanfarna mánuði hefur hann unnið við að taka saman gögn fyrir Samskip til undirbúnings ritunar sögu fyrirtækisins og þeirra fyrirtækja sem mynda Samskip í dag. Engin tímamörk voru á því verkefni og því gat Heiðar fyrirvaralítið tekið við ritun sögu Borgarness. „Egill var búinn að grúska mjög mikið í verkefninu og hafði varið miklum tíma í heimildaleit, m.a. í skjalasöfnum og með samtölum við heimildamenn. Hann var því búinn að leggja góðan grunn að verkinu þegar hann féll frá og hafði skrifað mörg kafladrög sem ná alveg inn í samtímann. Svo var hann einstaklega agaður í vinnubrögðum og skipulag hans þannig að það hefur reynst auðveldara en ella að taka við verkinu,“ segir Heiðar í samtali við Skessuhorn. „Egill hafði kynnt mér hvernig hann vann að bókinni og hafði hugsað sér hana og er ætlunin að halda vinnunni áfram á þeim nótum. Stefnt er að því að upphafleg verklok haldist þrátt fyrir fráfall hans og ég geri ráð fyrir að rituninni ljúki um næstu áramót.“

 

„Ég mun leitast við að miðla sögunni á þann hátt að hún verði áhugaverð aflestrar og verður saga fólksins sem búið hefur og lifað í Borgarnesi. Margir þræðir verða dregnir fram í bókinni  um upphaf byggðarinnar og þróun hennar allt til dagsins í dag. Fjallað verður atvinnulífið, menningu, félagslíf, stjórnmál, íþróttir, daglegt líf og fleira,“ útskýrir Heiðar og heldur áfram: „Efni bókarinnar verður að nokkru leyti byggt á munnlegum heimildum, fjölmargir hafa komið að verkinu og veitt upplýsingar. Ljósmyndir munu einnig skipa veglegan sess. Enn er verið að safnamyndum og hvet ég alla þá sem eiga gamlar myndir sem ættu erindi í bókina að hafa samband við mig eða Safnahúsið í Borgarnesi.“ Heiðar segir fjölmarga hafa lagt lið við vinnslu bókarinnar og er sá stuðningur mikilvægur. Þá finni hann fyrir miklum áhuga fyrir verkinu, ekki síst hjá Borgnesingum sjálfum, bæði núverandi og brottfluttum. ,,Það er von mín að þetta takist vel og að útkoman verði bók sem verði víðlesin og alltaf innan seilingar sem góð heimild um sögu Borgarness.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is