Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. apríl. 2015 04:00

Heimafólk lýsir andstöðu við virkjanir í Hvítá í Borgarfirði

Í gær hittust 22 íbúar í Hvítársíðu og Hálsasveit á fundi í Brúarási til að ræða tillögur Orkustofunar um um virkjanir í Hvítá. Skessuhorn greindi frá þeim tillögum í janúar síðastliðinn. Þær snúa að tveimur virkjanakostum í Hvítá. Önnur yrði niður undan Síðumúlabænum og hin við Sámsstaðagil. Orkustofnun hefur nú beðið verkefnisstjórn um rammaáætlun að leggja mat á framkvæmdina.

 

Af þeirri ástæðu hittust íbúar á svæðinu nú til þess að skoða málið og ráða ráðum sínum. Ingibjörg Daníelsdóttir frá Fróðastöðum í Hvítársíðu var ritari fundarins. „Fólk er nú frekar æðrulaust og trúir því varla að hér sé alvara á ferð. Við getum varla orðið almennilega reið því þetta er svo fjarstæðukennt. En það felst mikil ósvífni í þessum tillögum. Hér er um að ræða óðul feðranna sem fólk er að reyna að koma ósködduðum inn í framtíðina en stjórnvöld gæla nú við hugmyndir um að setja undir vatn. Maður hlýtur að neyðast til að taka þær alvarlega fyrst þær er komnar frá opinberri stofnun,“ segir Ingibjörg í samtali við Skesshorn. Samhljóða álit þeirra sem voru á fundinum í gær var að þessar virkjanahugmyndir séu ekki góður kostur. Eftirfarandi ályktun var samþykkt með öllum atkvæðum:

 

„Fundurinn lýsir eindreginni andstöðu sinni við framkomnar hugmyndir um virkjanir í Hvítá í Borgarfirði þar sem stór hluti undirlendis flestra jarða á svæðinu fer undir vatn. Um er að ræða dýrmætt land þar sem mest af því er ræktað eða  ræktanlegt, einnig er möguleiki á miklum malarnámum á svæðinu. Hvítá er höfuðá mestu laxveiðiáa landsins, ekki má taka áhættu hvað laxagengd í þær ár varðar. Bleikjustofn árinnar er verðmætur og þarf að verja hann. Fundurinn beinir því til sveitarstjórnar Borgarbyggðar og leggur á það þunga áherslu að virkjun verði ekki sett inn á aðalskipulag sveitarfélagsins.“

 

Ingibjörg Daníelsdóttir segir að fólk hafi viljað koma þessari yfirlýsingu frá sér núna til að láta í sér heyra frá upphafi. „Allir á fundinum voru mjög eindregið á því að þessar virkjanahugmyndir í Hvítá væru alveg út í hött.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is