Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. apríl. 2015 10:00

Byggir hús og stækkar flotann

Nú er að rísa tveggja hæða hús við Suðurgötu á Akranesi. Það verður nýjasti vaxtarsprotinn við ferðaþjónustu í bænum. Þetta hús er hugsað sem íbúðir fyrir ferðamenn sem koma til bæjarins, fyrst og fremst til þess að stunda sjóstangveiði í Faxaflóa, en einnig til að njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða á landi.

 

„Stefnan er að neðri hæðin verði tilbúin í byrjun júní til að taka við gestum sem hingað kæmu til að stunda stangveiði frá Akranesi. Ég veit ekki hvort það tekst. Við höfum þegar orðið fyrir töfum vegna þrálátrar ótíðar í vetur. Þetta verða tvær hundrað fermetra íbúðir á neðri hæðinni, hver með tveimur svefnherbergjum, eldhúshorni, stofu og baðherbergi. Á efri hæðinni vera einnig tvær íbúðir,“ segir Magnús Freyr Ólafsson ferðaþjónustufrömuður á Akranesi.

 

Magnús Freyr hefur um árabil rekið gistiheimili í húsi því sem hýsti Akraness Apótek um áratugaskeið. Samhliða þessu gerði hann svo út sjóstangveiðibátinn Frey í fyrrasumar. Reynslan af því var jákvæð og nú færir Magnús út kvíarnar ásamt þýskum samstarfsaðilum sínum. Nýja húsið er vottur um það. „Þessar íbúðir hér í nýja húsinu verða leigðar út í lágmark þrjár nætur. Það er ekki hægt að reka svona eins og farfuglaheimili þar sem kannski 95% gestanna eru kannski eina nótt og eru svo farnir. Það má síðan vel vera að við reynum að koma íbúðunum á efri hæðinni í einhvers konar langtímaleigu. Það virðist markaður fyrir slíkt hér á Akranesi til dæmis fyrir iðnaðarmenn sem koma hingað vegna vinnu við ýmis tímabundin verkefni. Við höfum þegar haft reynslu af því í tengslum við gistiheimilið.“

 

Að sögn Magnúsar þá eru ágætar horfur fyrir útgerð sjóstangveiðibáta fyrir erlenda ferðamenn frá Akranesi. „Við eigum einn sjóstangveiðibát, Frey AK, og hann er fullbókaður í sumar. Við vorum því að taka ákvörðun um að kaupa einn bát til viðbótar fyrir sumarið. Bátarnir verða því tveir. Stefnan er að við verðum með fjóra báta ef þessi hugmynd með þetta hús til sjóstangveiðimanna verður fullnýtt. Við eigum svo lóð hér við hliðina þar sem við erum með byggingarrétt fyrir annað eins hús og þetta sem við erum að byggja núna. Við reynum hins vegar að gæta þess að færast ekki of mikið í fang í einu. Það er best að byggja þetta skipulega upp.“

 

Sjá nánar viðtal við Magnús Frey í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is