Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. apríl. 2015 04:00

Verður á Norðurpólnum um páskana

Marta Magnúsdóttir ung ævintýrakona frá Grundarfirði verður í hópi rússneska ungmenna í Barneo vísindabúðum Rússa skammt frá Norðurpólnum um páskana. Um er að ræða einstakt verkefni á vegum skrifstofu um málefni ungs fólks og rússnesku landfræðistofnunarinnar.

 

„Þetta er mjög spennandi en líka mjög fyndið, því ég veit ekkert í rauninni hvað við gerum þessa tvo sólarhringa sem við verðum í vísindabúðunum. Dagskráin hefur ekki legið fyrir og það var ekki fyrr en í gær sem ég vissi að ég flygi til Óslóar á laugardaginn og svo seinna um daginn til Longyearbyen á Svalbarða þar sem ég sameinast rússneska hópnum. Þar gistum við eina nótt og síðan seinustu nóttina í þessum fimm daga leiðangri,“ sagði Marta í samtali við blaðamann Skessuhorns á mánudagsmorgun.

 

Hópi ungs fólks á aldrinum 18 til 29 ára frá löndum á norðurslóðum bauðst að taka þátt í leiðangrinum, þar á meðal nokkrum frá Íslandi. Marta er sú eina frá Íslandi sem komst í gegnum forval í þessa verðlaunaferð en hún endaði í topp fimm þegar ferðin var undirbúin á Seliger-búðunum nálægt Moskvu í febrúar síðastliðnum. Þar voru haldnir fyrirlestrar um norðurslóðaumhverfi og þátttakendur tóku þátt í ýmsum þrautum varðandi útivist og hópvinnu. Fimm nemendur af 150 voru valdir til að taka þátt í leiðangrinum á Norðurpólinn. Bæði ráðstefnan í febrúar og þessi ferð á Norðurpólinn virðast eiga að vera miklir fjölmiðlaviðburðir í Rússlandi. Meðal annars var í ljósi þess metið hversu góðir nemendurnir voru í færslum í samskiptamiðlum þegar þeir voru á ráðstefnunni og í undirbúningnum í febrúarmánuði.

 

Marta segir að í raun hafi hún ekki beint skynjað mikinn undirbúning fyrir ferðinni á búðunum við Moskvu í febrúar en þetta verði væntanlega spennandi ferðalag. Barneo vísindabúðirnar eru um 50 kílómetrar frá Norðurpólnum. Þær eru byggðar úr lúxustjöldum og settar upp í mars á hverju ári og eru uppi út aprílmánuð. „Við munum gista tvær nætur í stöðinni og það eina sem ég veit er að meðal þeirra sem kemur að skipulagningu ferðarinnar er Rússinn sem flaggaði rússneska fánanum á hafdjúpinu við norðurpólinn árið 2007 og varð þjóðhetja fyrir,“ segir Marta. Allur kostnaður við ferðina er greiddur af skipuleggjendum. Nemendum af öllum fræðasviðum háskóla var velkomið að sækja um en sérstaklega var sóst eftir nemendum á sviði alþjóðasamskipta og stjórnmálafræða.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is