Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. apríl. 2015 07:00

Leggur til að 13. aldar tilgátuþorp rísi í Reykholtsdal

Óskar Guðmundsson rithöfundur í Véum í Reykholti hefur undanfarin ár unnið mikið með sögu 13. aldar og skrifað um hana bækur. Nú hefur hann sett fram hugmynd um að reist verði svokallað tilgátuþorp frá 13. öld í Reykholtsdal í Borgarfirði.

 

Með hugtakinu tilgátuþorpi er átt við að reistur yrði veglegur bær eða höfðingjasetur með öllu tilheyrandi eins og slíkar byggingar gætu hafa litið út hér á landi fyrir 700 til 800 árum. Þannig hús gæfu þá hugmynd um hvernig fólk lifði og bjó á Íslandi á þessum tímum. Tilátuþorp gæti einnig orðið vettvangur fyrir fræðslu og menningarstarfsemi af ýmsum toga. Við settumst niður með Óskari og fengum hann til að greina nánar frá þessum hugmyndum sínum.

 

Óskar segir að hugmyndina um tilgátuþorp megi tengja með beinni skírskotun í menningarsöguna. „Þetta mætti gera lauslega, þannig að þetta væri tilgátuþorp um 13. aldar íslenskan bæ. Það yrði með þeim húsum og byggingum sem við höfum heimildir um og eru nefndar til dæmis í Sturlungu. Það væri hægt að byggja svona þorp í áföngum. Það yrði byrjað á skála og starfsemi tengdri honum. Síðan yrði smám saman aukið við með skemmum, loftum, laugum og böðum, virkisveggjum og svo framvegis,“ útskýrir Óskar.

Saga 13. aldar á Íslandi greinir frá miklum umbrotatímum. Á þessari öld var mikil gróska á Íslandi. Þrátt fyrir miklar róstur, sem hiklaust mætti kalla borgarastyrjöld, var menningarstarfsemi líka með miklum blóma. Menn skrifuðu bækur sem enn í dag eru meðal helstu dýrgripa bókmenntanna. Sumar þessara bóka eru nánast samtímaheimildir sem greina frá atburðum sem gerðust á þessari öld, jafnvel skrifaðar af mönnum sem tóku þátt í atburðunum. Þessir sagnaritarar bjuggu á Vesturlandi. Landshlutinn var mikilvægur vettvangur fræða og skrifta í landinu auk þess sem þar sátu valdamenn sem eru fyrirferðamiklir í sögunni. Fremstur þeirra var Snorri Sturluson.

 

„Mér finnst að reisa ætti svona tilgátuþorp hér í Reykholtsdal í Borgarfirði. Það er ekki mitt að segja nákvæmlega hver staðsetning yrði. Þó er eðlilegt að líta til Reykholts. Þrátt fyrir allt þá er menningarlegt mikilvægi Reykholts og uppsveita Borgarfjarðar fyrst og fremst vegna sögunnar, - sagna og menningararfs. Það að Snorri Sturluson hafði sitt höfuðsetur í Reykholti skiptir miklu máli í menningarlegu tilliti.“

 

Sjá nánar viðtal við Óskar Guðmundsson í Skessuhorni vikunnar.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is