Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. apríl. 2015 02:00

Húsafell bistro opnað um páskana

Eins og fram hefur komið í Skessuhorni er unnið að byggingu 36 herbergja hótels í Húsafelli og miðar verkinu vel. Stefnt er á opnun í júlí en nú um páskana verður opnuð veitingasala og verslunin Húsafell Bistro. Málfríður Jónsdóttir frá Hvítárbakka í Borgarfirði er að læra til kokksins og hefur verið á nemasamningi hjá Galito á Akranesi frá júlí 2013.

 

Malla, eins og Málfríður er kölluð, mun starfa í sumar í Húsafelli segir Skessuhorni stuttlega frá því sem dregur ungt fólk til starfa í uppsveitum Borgarfjarðar.

 

„Framundan er mjög spennandi tími, þetta er góður skóli að fá að taka þátt í uppbyggingu nýs veitingastaðar. Dagarnir eru langir, allt að 19 tíma vinnutarnir og mikil vinna. Á sjálfu hótelinu sem verður opnað í júlí, verður „fine dining“ restaurant og áhersla lögð á norrænt eldhús.

 

Núna er verið að leggja allt kapp á að opna verslunina og bistro staðinn fyrir páska. Þar verða léttari réttir svosem salöt, pizzur og slíkt,“ segir Malla. Þau eru tvö sem vinna núna í eldhúsinu við undirbúning og að taka á móti kynningarhópum í tengslum við markaðssetningu hótelsins. Mikil fjölgun verður svo í sumar því áætlað er að um 35 manns komi til með að starfa á hótelinu. Fjarlægðin virðist ekki trufla því mikil ásókn var í störfin og þegar er búið að ráða tuttugu starfsmenn.

 

„Þetta er æðislegt umhverfi og búið að vera mjög krefjandi og skemmtilegt undirbúningsferli. Það er ekkert mál að sækja vinnu í Húsafell, klukkutíma akstur frá Akranesi og bein leið að mestu. Á vinnutörnum er svo gist í starfsmannabústöðum og fyrirkomulagið er mjög gott,“ segir Malla að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is