Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. apríl. 2015 11:50

Ný hönnun Sjávarsafnsins í Ólafsvík liggur fyrir

Átthagastofa Snæfellsbæjar fékk Inga Hans Jónsson sagnamann og lífskúnstner í Grundarfirði til að gera drög að nýjum innviðum og hugmyndagrunni fyrir Sjávarsafnið í Ólafsvík. Hann hefur nú skilað hugmyndum sínum. Afraksturinn má sjá á líkani sem er til sýnis í húsakynnum Átthagastofunnar í Ólafsvík. Jóhannes Ólafsson og Jenný Guðmundsdóttir hafa rekið Sjávarsafnið um árabil. Þar hefur mátt skoða lifandi íslenska fiska í búrum um sumartímann. Þessi sýning var þó ekki til staðar í fyrra. Áhugi er fyrir að endurvekja Sjávarsafnið og skapa því um leið nýjar víddir.

 

Ingi Hans segir að hann hafi fyrst og fremst verið fenginn af Átthagastofunni til að koma með nýja hugmyndafræði inn í rekstrarumhverfi Sjávarsafnsins. Í því felst að leggja fram tillögur um hönnun og tilgang. „Ég hef fengist við svona hönnunarverkefni sem snúa að sýningum og jafnvel hótelum og veitingahúsum þar sem maður er svolítið að leika sér með þennan íslenska veruleika. Sjálfur er ég mikið í sögunni. Maður sér nú eftir kreppuna að fólk er svolítið að leita til baka í ræturnar. Nú er að hverfa af sjónarsviðinu sú kynslóð sem byggði ótrúlega margt upp í þessu landi. Það er sjálfsagt að kallast á við þann tíma þegar þessi kynslóð var upp á sitt besta.“

Út frá þessum hugleiðingum settist Ingi Hans niður til að vinna hugmyndir sem gætu átt rætur í menningu og sögu Ólafsvíkur. „Ég reyni að steypa upplifuninni við sjávarsafnið saman með veitingahluta og sal sem allt dregur upp eina mjög áhugaverða mynd. Hún yrði eins konar hjarta verstöðvarinnar sem Ólafsvík vissulega er og hefur verið.“

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is