Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. apríl. 2015 03:00

Leikfimihúsið á Hvanneyri lagfært

Leikfimihúsið á Hvanneyri, líklega eitt sögumerkasta hús í Borgarfirði, og þó víðar væri leitað, fær nú brátt sinn gamla svip.

 

Húsið var byggt árið 1911, bæði til leikfimikennslu og samkomuhalds. Um árabil var það stærsta samkomuhús héraðsins. Þar voru haldnar víðfrægar skemmtanir og gríðarfjölmenn bændanámskeið, auk þess sem Hvanneyringar iðkuðu þar leikfimi, glímur og dans eftir þörfum og hætti. Leikfimihúsið teiknaði Einar Erlendsson. Húsið er enn í notum svo sem ætluð voru í upphafi, líklega það elsta utan Reykjavíkur. Húsið er hluti hinnar einstöku húsaþyrpingar á Gamla staðnum á Hvanneyri - sem nánast er safn um verk fyrstu íslensku húsameistaranna. 

 

Húsafriðunarsjóður (www.minjastofnun.is ) hefur látið fé af hendi rakna til endurgerðarinnar, sem fylgir ströngustu reglum þar um. Nú er verið að setja glugga samkvæmt upphaflegri gerð á suðurhlið hússins. Það verk annast SÓ-byggingar, alvanir smiðir og fornhúsamenn. Það er sérstætt við gluggana að þeir ná alveg niður að gólfi. Hugmyndin, fyrir utan það að fá inn góða birtu, var nefnilega að sólin sótthreinsaði gólfið, sem hún svikalaust gerði.

 

Einn daginn mun þetta sögufræga hús standa tilbúið í upphaflegri gerð sinni. Það mun sóma sér vel við hlið Skemmunnar frá 1896, sem þarna stendur ögn austar, og verða engu minni staðarprýði og lyftistöng starfs en Skemman hefur orðið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is