Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. apríl. 2015 04:00

Skáksveit UMSB upp um deild á Íslandsmóti skákfélaga

Seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga fór nýverið fram í Rimaskóla í Reykjavík. Í ár kepptu í fyrsta sinn tvær sveitir frá Ungmennasambandi Borgarfjarðar. A sveitin hafnaði í öðru sæti þriðju deildar með níu vinninga og keppir því í annarri deild á næsta ári. B sveit UMSB hafnaði í áttunda sæti í annarri deild.

Tinna Kristín Finnbogadóttir frá Hítardal keppti með A sveit UMSB.

 

„Keppnisfyrirkomulagið er þannig að sex skipa hverja sveit. Sterkasti skákmaður hverrar sveitar keppir við sterkasta keppanda mótherjans og þannig koll af kolli. Skákirnar hefjast allar samtímis,“ sagði Tinna í samtali við Skessuhorn. „Þetta er í grunninn áhugamannamót. Við æfum ekki sérstaklega fyrir þetta, mætum bara og teflum. En þetta er mjög skemmtilegt og við erum með prýðilega sveit, að minnsta kosti nógu góða til að komast upp um deild,“ sagði Tinna í samtali við Skessuhorn. Aðspurð um eigin árangur segist hún hafa teflt ágætlega á mótinu. „Ég tapaði einni skák í fyrri hlutanum í haust og gerði eitt jafntefli núna. Endaði því með 4,5 vinninga af sex mögulegum,“ segir Tinna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is