Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. apríl. 2015 08:30

Stefna á 700 nemendur og bjóða nýjar námsbrautir

Háskólinn á Bifröst hefur opnað fyrir umsóknir í skólann og kynnir nýjungar í námsframboði. Þrjár nýjar námslínur eru á félagsvísindasviði til bakkalár gráðu; í byltingafræði, í miðlun og almannatengslum og í stjórnmálahagfræði. Háskólinn á Bifröst ríður einnig á vaðið og býður nám á lögfræðisviði í fjarnámi, fyrst allra skóla. Á viðskiptafræðisviði er nýjung að hægt er að taka námið með áherslu á þjónustufræði.

 

„Það er mikill sóknarhugur í okkur á Bifröst,“ segir Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst í samtali við Skessuhorn. „Við erum að sjá að lotukennslan er að sanna sig, þrátt fyrir byrjunarhnökra. Sú kerfisbreyting gengur vel og við höfum fengið góð viðbrögð við þeim nýjungum sem við erum að kynna. Við væntum þess að það verði mikill áhugi fyrir að koma og nema hjá okkur.“ Sérstök áhersla verður einnig sett á Háskólagáttina, undirbúningsdeild fyrir þá sem ekki hafa lokið stúdentsprófi en vilja fara í háskólanám. „Við munum taka á móti öllum þeim sem á annað borð vilja byrja aftur í námi eftir hlé. Við munum opna dyrnar og finna leið til að fólk geti fengið inngöngu. Ef fólk hefur ekki tilskilinn grunn til að koma beint í Háskólagáttina vinnum við í samvinnu með Símenntunarmiðstöðvum um land allt og setjum upp prógramm svo að grunnurinn sé tryggður.“

 

Síðastliðið haust voru um 600 nemendur á Bifröst og 45 komu nýir inn um áramótin. „Við útskrifuðum rúmlega 70 nemendur í febrúar og setjum stefnuna á 700 nemendur í haust þannig að við erum á fleygiferð,“ segir Vilhjálmur og býður jafnframt alla velkomna sem vilja kynna sér starfsemina á Bifröst á opinn dag þann 1. maí næstkomandi. Á opnum degi er fólki boðið að koma á Bifröst og fá almenna kynningu á staðnum og upplýsingar um námið. „Við á Bifröst erum í tengslum við atvinnulífið og bjóðum nú upp á nýjung í viðskiptafræði með áherslu á þjónustufræði. Þar er lögð áhersla á rekstur þjónustufyrirtækja þar sem um 110 þúsund starfsmenn starfa við þjónustu á Íslandi. Atvinnugreinin er því sú langstærsta á Íslandi með um 70% starfsfólks. Háskólinn á Bifröst er eini skólinn á Íslandi sem býður uppá sérhæfingu á sviði þjónustu,“ segir Vilhjálmur að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is