Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. apríl. 2015 02:00

Heimsókn í hrossaræktarbúið Skipaskaga á Litlu-Fellsöxl

Meðal þekktara fólks í hrossarækt á Vesturlandi eru hjónin sem standa á bak við hrossaræktarbúið Skipaskaga. Það eru þau Sigurveig Stefánsdóttir og Jón Árnason.

 

Skipaskagi hefur verið valið hrossaræktarbú Vesturlands og tilnefnt í vali á bestu hrossaræktarbúum landsins. Fyrir fjórum árum létu þau Sigurveig og Jón drauminn rætast og festu kaup á jörð úti í sveit en áður höfðu þau verið með hestana á Akranesi og í hagagöngu í landi Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd. Þessi jörð er Litla-Fellsöxl í Hvalfjarðarsveit.

 

„Það var einstakt lán að eignast þessa jörð. Við höfðum átt þennan draum lengi og það er aldrei of seint að láta draumana rætast. Við höfðum haft augastað á þessari jörð lengi. Þegar við keyrðum hérna framhjá og vorum að huga að hestunum okkar í hagabeitinni í Saurbæ þá göntuðumst við gjarnan með það, hvað er hvorki Jón bóndi né húsfreyjan heima,“ segir Sigurveig og hlær. Blaðamaður Skessuhorns skrapp í heimsókn í Liltu-Fellsöxl fyrir helgina. Jón var líka heima en vildi gjarnan sinna öðrum brýnni verkum á hestabúinu en að spjalla við blaðamann. Tamningamaðurinn Leifur Gunnarsson frá Hvammstanga var kominn út í hesthús að temja en í Litlu-Fellsöxl eru 27 stíu hesthús og mjög góð aðstaða til að temja bæði inni og úti, þótt þennan dag kastaði éljum og dimmdi í þeim þónokkuð.

 

Þau Sigurveig og Jón byrjuðu bæði ung að fást við hross og fengu snemma bakteríuna. Hún er svo lífsseig í Sigurveigu að þótt hún hafi tvisvar sinnum slasast alvarlega í hestamennsku og tamningum heldur hún þó ótrauð áfram en segist í dag reyndar ekki fara á bak nema á völdum hestum. Hún hefur síðustu árin getað helgað sig áhugamálinu eingöngu. „Ég vann lengi skrifstofuvinnu og væri líklega orðin heilsulaus ef ég ætti ekki þetta áhugamál. Það er svo mikill munur að geta verið í því sem áhuginn beinist að. Mikil hamingja fólgin í því,“ segir Sigurveig þar sem við sitjum í litlu kaffikompunni í hesthúsinu. Þegar talið berst að æskunni og upprunanum segist hún reyndar hafa fæðst á fjósloftinu á Hvanneyri þannig að strangt til tekið sé hún Borgfirðingur.

 

„Faðir minn Stefán Jónsson var kenndur við Nautabú í Skagafirði. Hann var kennari um tíma á Hvanneyri en ég man ekkert eftir mér þaðan. Fjölskyldan flutti síðan í Kirkjubæ á Rangárvöllum. Eggert föðurbróðir minn hóf þar hrossarækt og þegar Eggert féll frá tók faðir minn við. Ég ólst upp við hestamennsku á Kirkjubæ. Þegar síðan faðir minn féll frá fyrir aldur fram tæplega fimmtugur árið 1964, fluttum við til Reykjavíkur.“

 

Sjá nánar nýjasta tölublað Skessuhorns.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is