Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. apríl. 2015 01:00

Passíusálmar lesnir í Borgarneskirkju

Passíusálmar voru lesnir fyrsta skipti í heild sinni í Borgarneskirkju í gær, á föstudaginn langa.

 

Umsjón með viðburðinum var í höndum Steinunnar Jóhannesdóttur og sr. Þorbjörns Hlyns Árnasonar prófasts. Lesarar voru hjónin Steinunn Jóhannesdóttir og Einar Karl Haraldsson, Þorbjörn Hlynur Árnason og Anna Guðmundsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Einar Pálsson, Páll Brynjarsson og Inga Dóra Halldórsdóttir og Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Þær Steinunn Árnadóttir og Jónína Erla Arnardóttir sáu síðan um tónlistarflutning milli sálma.

 

Sr. Þorbjörn Hlynur segir að allt hafi tekist afar vel. "Það var ágætis þátttaka. Þetta var mjög merkileg reynsla. Sjálfur hef ég aldrei verið viðstaddur lestur Passíusálmanna í heild sinni. Það var sterk upplifun. Mér sýnist á öllu að lestur Passíusálmanna sé eitthvað sem muni halda áfram og verða endurtekið í Borgarneskirkju."

 

Sigríður Margrét Guðmundsdóttir sem er ein þeirra sem lásu sálmana í gær tekur í sama streng og Sr. Þorbjörn Hlynur. "Þetta tókst mjög vel. Fólk kom flest og hlustaði á nokkra sálma. Það voru mjög margir í kirkjunni um miðjan daginn.  Sjálf hafði ég ekki kynnst Passíusálmunum svona náið áður. Ég ætlaði mér aldrei að vera allan tímann en þegar ég var komin vildi ég helst sitja áfram og hlusta. Það var þannig um fleiri." 

 

Sigríður Margrét segist eiga von á því að þetta verði endurtekið að ári. "Þetta var fyrst og fremst gert að eigin frumkvæði þess fólks sem tók þáttí viðburðinum. Okkur fannst líka öðrum þræði tilvalið að gera í tengsl við sýningu Steinunnar Jóhannesdóttir í Landnámssetrinu þar sem hún segir frá lífi Hallgríms Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur eiginkonu hans. Hallgrímur Pétursson bjó einnig á Vesturlandi þegar hann samdi Passíusálmana þar sem hann var prestur að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hann hafi síðan mjög mikin tengsl í sunnanverðum landshlutanum. Það sést meðal annars á því að þegar hann hafði lokið við að semja sálmana sendi hann þá þremur konum að gjöf sem allar bjuggu á Vesturlandi," segir Sigríður Margrét. 

 

Hér vísar hún til þess að Hallgrímur Pétursson ritaði sálmana upp eigin hendi í handrit og sendi til þessara kvenna með tileinkunum til þeirra. Konurnar voru þær Ragnhildur Árnadóttir að Ytra Hólmi við Akranes, Helga Árnadóttir í Hítardal og Kristín Jónsdóttir í Einarsnesi við Borgarnes. Nokkru síðar sendi Hallgrímur svo fjórða handritið til Ragnheiðar Brynjólfsdóttur biskups í Skálholti. Þessar handritasendingar urðu líklega til þess að sálmarnir björguðust óbreyttir frá hendi höfundar því eintak Ragnheiðar biskupsdóttur hefur varðveist fram á okkar daga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is