Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. apríl. 2015 06:00

Bættir reiðvegir við Akranes og í Hvalfjarðarsveit

Í vetur hefur ýmislegt verið sýslað í endurbótum á reiðvegum á svæði hestamannafélagsins Dreyra. Það nær fyrir Akranes og Hvalfjarðarsveit. „Nú um og eftir áramót hefur Hvalfjarðarsveit í samstarfi við Dreyra unnið að því að leggja reiðveg vestanvert undir sunnanverðu Akrafjalli. Þá er búið að loka ákveðnum hring sem nær frá Leyni á Akranesi, inn með Innri Akraneshrepp hinum forna, upp með veginum framhjá félagsheimilinu Miðgarði og svo með þjóðveginum ofan við bæina Kjaransstaði og Ytra-Hólm,“ segir Stefán Ármannson formaður Dreyra.

Fleira hefur einnig verið unnið. „Vegagerðin er að leggja reiðveg frá Tungu inni að Eyri í Svínadal. Fyrir þremur árum gerðum við hjá Dreyra svo samning við Akraneskaupstað um ýmsar endurbætur á reiðleiðum við Akranes. Þær hafa verið unnar í áföngum á tímabilinu og því verkefni er nú að ljúka. Svo var í vetur unnið að reiðvegi ofan bæinn Hvítanes undir norðanverðu Akrafjalli. Fjármagn til þeirra framkvæmdar kemur úr Reiðvegasjóði Landssambands hestamannafélaga,“ segir Stefán.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is