Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. apríl. 2015 02:00

Stórslysalausir páskar á Vesturlandi

Páskarnir á Vesturlandi fóru blessunarlega fram án stórslysa. Tíu ökumenn voru þó stöðvaðir af lögreglunni á Vesturlandi í liðinni viku vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

 

Í fjórum tilvikum reyndust ökumenn eða farþegar vera með fíkniefni meðferðis sem að lögreglan haldlagði. Um kannabisefni var að ræða en einnig amfetamín. Í einu tilvikinu kom fljótlega í ljós að viðkomandi ökumaður var í lagi og ekki undir neinum fíkniefnaáhrifum. Flestir þessara ökumanna voru á leið í gegnum umdæmið en einnig var um „heimamenn“ að ræða, að sögn lögreglu.

 

Í einu tilvikinu kom við sögu maður á fimmtugsaldri sem var á ferðinni ásamt þremur ólögráða piltum. Var fulltrúi barnaverndarnefndar kallaður út vegna þessa sem og vegna annars máls þar sem um ungan ökumann var að ræða. Fíkniefnahundurinn Nökkvi var notaður við leit í sumum bílanna og fann hann hluta af efnunum. Þá var einn ökumaður stöðvaður vegna meintrar ölvunar við akstur.

 

Fimm umferðaróhöpp urðu í umdæmi LVL í liðinni viku, flest minniháttar og án meiðsla á fólki. Þar af var um eina bílveltu var að ræða á Snæfellsnesi þar sem erlendir ferðamenn lentu útaf á bílaleigubíl og veltu. Voru ökumaður og farþegi í öryggisbeltum og sakaði ekki.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is