Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. apríl. 2015 09:00

Tónleikar Skagadíva á Akranesi frestast

Næstkomandi sunnudagskvöld, 12. apríl, ætlaði söngsveitin Skagadívur að halda tónleika í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi, í samstarfi við lista- og menningarfélagið Kalman. Þessir tónleikar eru auglýstir í Skessuhorni vikunnar. Vegna óviðráðanlegra orsaka frestar þessir tónleikar til mánudagsins 13. apríl kl. 20. Þeir verða þá í Tónbergi.

  

Skagadívur skipa fjórar sópransöngkonur auk píanóleikara sem allar rekja ættir sínar upp á Akranes. Þetta eru þær Erla Björk Káradóttir, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Þóra Björnsdóttir og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari.

 

Tónleikarnir á mánudaginn verða fyrsta skipti sem þær koma fram undir þessum formerkjum. Allar hafa þær hins vegar unnið saman við ýmis verkefni, bæði sjálfstætt og í Íslensku Óperunni. „Þessi hópur er eiginlega stofnaður baksviðs í Óperunni. Við komum að uppsetningu á Don Carlo og einhver kastaði þessari hugmynd fram í hálfgerðu gríni,“ segir Hanna Þóra í samtali við Skessuhorn.

 

Dagskrá tónleikanna verður í léttum dúr að sögn Hönnu. Tónlistin verður ekki dramatísk. „Þetta verða léttari lög en við syngjum kannski vanalega, óperettur, dúettar, einsöngvar og einhver söngleikjalög fá að fljóta með. Við ætlum til dæmis að syngja eitt lag úr söngleiknum Show Boat,“ segir hún og bætir því við að henni þyki frábært að Kalman hafi tekið að sér að halda utan um tónleikana. „Þá getum við dívurnar bara einbeitt okkur að tónlistinni,“ segir hún og hlær. „Ég hvet að sjálfsögðu alla Skagamenn til að mæta á sunnudaginn klukkan átta, þar sem við ætlum að skemmta bæði sjálfum okkur og öðrum, og sjá hvað við eigum mikið af góðum söngkonum. Það er nefnilega dálítið athyglisvert hvað Akranes hefur getið af sér hlutfallslega margar sópransöngkonur. Kannski er það fjallið, Akrafjallið er díva,“ segir Hanna Þóra að lokum og brosir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is