Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. apríl. 2015 09:00

Fyrstu ferðafarfuglarnir á Akranesi

Hjónin Guðmundur Ingi Hjálmtýsson og Gíslína Hallgrímsdóttir eru ekki óvön að vera fyrstu notendur tjaldsvæðanna á vorin. Þau gistu fyrstu nóttina á tjaldsvæðinu við Kalmansvík á Akranesi aðfaranótt 1. apríl. Sannarlega er það vorboði þegar ferðafarfuglarnir fara á stjá og taka tjaldsvæðin í notkun. Hjónin hafa ferðast ógrynnin öll í Hobbý-hjólhýsinu. Það er búið öllum mögulegu þægindum. Nú um páskana voru þau Guðmundur og Gíslína í samfloti með vinahjónum sínum. Því voru tvö hjólhýsi á tjaldsvæðinu í Kalmannsvík þennan fyrsta dag aprílmánaðar þegar blaðamaður Skessuorns leit þar við.

 

Guðmundur Ingi og Gíslína hafa verði mikið á ferðinni með hýsið sitt. Aðeins í eitt skipti undanfarin fimmtán ár hefur það brugðist að þau voru ekki á stjá um páskana. Þau eru einnig vel kunnug Kalmansvík og halda vel um gistináttaskráningu. „Mér sýnist það vera 69 nætur,“ segir Gíslína þar sem hún telur næturnar sem þau hjón hafa gist í Kalmannsvík frá árinu 2013. „Við vorum á ferðalagi í 160 nætur árið 2013 en heldur minna í fyrra. Það rigndi svo mikið.“ Þau hjón nota útilegukortið. Bæði eru mjög ánægð með aðstöðuna sem Akranesbær býður uppá, þó að tjaldstæðið hafi vissulega verði orðið lúið undir lok ferðatímans í fyrra vegna rigninganna þá.

 

Lesa má viðtal við þau Guðmund og Gíslínu í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is