Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. apríl. 2015 11:00

Sólbjart framundan hjá Skökkinni

Skökkin við Akratorg er í fallega innréttað og hlýlegt kaffihús í hjarta Akraness sem opnað var síðastliðinn nóvember. Hildur Björnsdóttir og Hafdís Bergsdóttir sem reka fyrirtækið Skagaferðir ehf. og standa þar vaktina ásamt átta manna starfsliði.

 

Þær stöllur eru báðar kennaramenntaðar en Hildur er í leyfi frá kennslu til að sinna kaffihúsarekstrinum. „Það má segja að þetta hafi alltaf blundað í mér. Það er gaman að geta sameinað áhugamálin með þessum hætti,“ segir Hildur í samtali við Skessuhorn.

 

Aðaláhersla er lögð á gott kaffi, bakkelsi og gott brauðmeti á borð við panini. Alla virka daga er svo réttur dagsins í  hádeginu. „Þá erum við með mjög fjölbreytt úrval, íslenskan og erlendan mat, kunnuglegan og framandi í bland. Við finnum mikinn áhuga og erum komnar með stóran hóp fastagesta. Það er mjög mikil breidd í viðskiptavinahópnum. Hingað koma mömmuklúbbar og eldriborgara hópar,“ segir Hildur.

 

„Við erum farnar að hlakka mikið til að skapa sumarstemningu hérna fyrir utan hjá okkur, en við erum að bíða eftir útiveitingarleyfinu. Það verður gott skjól hérna fyrir utan á sumrin og sólsælt.“

 

Sjá viðtal við Hildi í Skesshorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is