Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. apríl. 2015 07:00

Upplifað miklar breytingar á símstöðinni í yfir þrjátíu ár

Símatæknin hefur breyst gríðarlega síðustu árin, ekki síst farsímarnir sem stöðugt taka breytingum og eru fyrir nokkru orðnar tölvur. Áratugir eru síðan sjálfvirkor símar voru teknir í notkun í bæjum og sveitum á Íslandi. Nú er fólk jafnvel hætt að hafa heimilissíma, lætur farsímana duga. Þannig er tæknin sífellt að taka breytingum. Þeim fer fækkandi símastúlkunum sem unnu á símstöðvunum í landinu fyrir tíma sjálfvirka símans. Stúlkunum sem gáfu samband út í sveit eða í símaklefa á stöðinni og tilkynntu eftir ákveðinn tíma er leið á samtalið, eitt viðtalsbil, og stundum urðu svo viðtalsbilin fleiri sem símnotandinn greiddi fyrir að loknu símtalinu.

 

Margrét Vigfúsdóttir sem lét af starfi stöðvarstjóra hjá Íslandspósti í Ólafsvík um síðustu mánaðamót náði í endann á þessu tímabili. Hún var búin að starfa hjá Pósti og síma og síðan Íslandspósti í rúmlega 34 ár og óskaði sjálf eftir að láta af störfum, enda langt liðið á starfsævina. Margrét var sveitastelpa í Staðarsveitinni og uppvöxturinn og ýmislegt fleira bar á góma þegar blaðamaður Skessuhorns hitti hana að máli í Ólafsvík á dögunum.

 

Margrét er frá bænum Hlíðarholti í Staðarsveit, næstelst fjögurra barna þeirra Vigfúsar Þráins Bjarnasonar og Kristjönu Elísabetar Sigurðardóttur. „Ég fæddist reyndar í Böðvarsholti þar sem foreldrar mínir bjuggu áður en þau byggðu í Hlíðarholti."

 

Í Skessuhorni vikunnar má lesa viðtal við Margréti Vigfúsdóttur.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is