Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. apríl. 2015 07:00

Grímnir setur upp krimma í gömlu fiskvinnsluhúsi

„Það er eins og maðurinn sagði, þetta verður „busy mánuður,“ segir Hinrik Þór Svavarsson nýútskrifaður leikstjóri úr Listaháskóla Íslands. Hann mætti fyrir um þremur vikum til Stykkishólms í þeim tilgangi að setja upp leikrit hjá Leikfélaginu Grímni. Fyrst í stað var ætlunin að setja upp spunaverk en síðan kom til skjalanna gamall krimmi. Svo er að sjá að hann hafi aðeins verið sýndur hjá einu leikfélagi á Íslandi áður. Það var hjá leikklúbbnum Kröflu í Hrísey í lok áttunda áratugarins.

 

Leikritið heitir „Beðið í myrkri.“ Það er eftir breska leikritaskáldið Fredrick Knott í þýðingu Lofts Guðmundssonar. Efni verksins var einnig bíómynd á sjöunda áratug liðinnar aldar. Í þeirri mynd sú kunna leikkona Audrey Hepburn í aðalhlutverkinu. „Já þetta er gamalt „film nour“. Þessi Fredrick Knott er svo sem ekkert mjög þekktur en hann samdi líka leikrit sem hét „Dial M for murder“ og Alfred Hitchcock gerði síðan spennumynd eftir,“ segir Hinrik Þór Svavarsson leikstjóri.

 

Stefnt er að frumsýningu á „Beðið í myrkri“ ekki seinna en í byrjun maímánaðar. Ætlunin er að sýna það í húsnæði gamla fiskvinnsluhússins Rækjuness við Neskinn í Stykkishólmi.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is