Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. apríl. 2015 01:00

Rafbílar seldust mest hjá stærsta bílaumboðinu í mars

Nú í mars urðu þau sögulegu tíðindi að rafbílar seldust mest einstakra bílagerða í einum mánuðui hjá BL ehf. Það er stærsta bílaumboð landsins með um 25 prósenta hlutdeild í fólksbílum. „Söluhæsta merkið hjá okkur var Nissan. Af þeim seldum við 67 bíla af 217 sem umboðið afhenti kaupendum í marsmánuði. Af þessum 67 Nissan-bílum voru 25 af gerðinni Nissan Leaf sem er rafknúni fólksbíllinn frá þessum framleiðanda. Leaf-rafbíllinn er þannig sú einstaka gerð sem seldist mest af hjá okkur í síðasta mánuði,“ segir Skúli K. Skúlason framkvæmdastjóri sölusviðs BL við Skessuhorn.

 

Skúli segist verða var við mikinn áhuga á rafbílum frá kaupendum sem búi í grennd við höfuðborgarsvæðið. „Mér finnst Akranes hafa sýnt einna mestan áhuga á þessum bílum. Þar er mesta gróskan og mér finnst einna mest hafa farið þangað undanfarið. Þá er fólk að horfa í að fara milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins daglega til að mynda vegna vinnu.“

BL byrjaði að flytja inn og selja rafbíla í ágústmánuði 2013. „Þetta fór nú rólega af stað. Fram að þessum tíma hafði verið mjög lítil sala í rafbílum á Íslandi. Svo fór þetta að hreyfast. Það var eiginlega Leaf-fólksbíllinn sem setti þetta í gang“

 

Skúli segir að rafbílarnir hafi staðið sig mjög vel í hálku og ófærð vetursins. Samt sé það þannig að flestir virðist tengja þá við sumar og sól. „Um leið og útlit varð fyrir að illviðri vetrarins væru að baki þá blossaði áhuginn upp nú í mars. Kannski er það nýjabrumið við þessa bíla sem fær fólk til að líta á þá sem sumarbíla. Samt reyndust þeir mjög vel nú í vetur. Það er hlíf undir öllum bílnum, ekkert sem skarar niður og hamlar í ófærð. Svo er miklu jafnari þyngdarpunktur í rafbílunum. Þeir liggja mjög þungt á öllum hjólum. Rafhlöður eru neðst fyrir miðjum bíl og vélin frammi í. Af þessum sökum liggja þeir mjög vel.“

 

Það eru ekki bara einstaklingar sem kaupa rafbíla. Bílaleigurnar eru líka farnar að festa kaup á þeim. „Nú eftir þessa sölugusu í mars reiknast mér til að alls séu um 350 rafbílar séu á götunum hér á landi. Líklega verða seldir um 200 bílar í ár,“ segir Skúli K. Skúlason.

 

Rafbílavæðingin virðist vera að festa sig í sessi fyrir alvöru á Akranesi. Á fundi bæjarráðs Akraness á dögunum var lagður fram til kynningar samningur Akraneskaupstaðar og Orku náttúrunnar ohf. um hraðhleðslustöð fyrir rafbíla við verslunarmiðstöðina á Dalbraut 1 á Akranesi. Bæjarráð segist í bókun fagna tilkomu hraðhleðslustöðvar á Akranesi enda um umhverfisvænan kost að ræða sem vonandi sem flestir munu nýta sér í framtíðinni. Áætlað er að hraðhleðslustöðin verði sett upp nú á vordögum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is