Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. apríl. 2015 12:00

Framsóknarhúsið á Akranesi fær nýtt hlutverk

Sú breyting hefur orðið á högum Framsóknarfélags Akraness að undanförnu að nýlega var félagsheimilið við Sunnubraut leigt til búsetu. Búið er að fjarlægja skilti og merkingar af húsinu. Engin merki að sjá lengur um tengsl Framsóknarflokksins við það.

 

Bæjarmálafundir félagsins á Akranesi sem um áratuga skeið fóru fram í þessu húsi, hafa nú um tíma verið haldnir heima hjá Ingibjörgu Pálmadóttur bæjarfulltrúa flokksins og verða það áfram. Valdmar Þorvaldsson formaður Framsóknarfélags Akraness segir að samt standi ekki til að selja Framsóknarhúsið. Það sé einungis í leigu. Þrátt fyrir að ekki hvíli skuldir á félagsheimilinu hafi það verið þungt í rekstri. Ekki hafi til dæmis hentað að leigja það fyrir minni samkvæmi því húsið er inni í íbúahverfi og meira að segja íbúð á efri hæð hússins.

 

Valdimar segir að starfsemi í stjórnmálafélögum hafi breyst ansi mikið síðustu árin og áratugina. Ekki sé lengur til staðar blaðaútgáfa og annað sjálfboðaliðastarf sem aflaði tekna og stóð undir rekstri hjá félögunum. Litlar tekjur séu því að koma inn á milli kosninga. Því hafi sú ákvörðun verið tekin að leigja húsnæðið út.

 

Þess má að lokum geta að flokksþing Framsóknarflokksins var sett í morgun í Gullhömrum í Grafarvogi í Reykjavík. Það stendur yfir helgina.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is