Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. apríl. 2015 06:01

Fágætir fornbílar fara um Vesturland

Fornbílaáhugamenn og aðrir sem hafa áhuga fyrir sögu og farartækjum á Vesturlandi og víðar standa frammi fyrir ómótstæðilegri freistingu um næstu helgi. Klukkan 10:36 sunnudagsmorguninn 19. apríl verður haldin keppni í ökuleikni á bílastæðinu við Hernámssetrið á Hlöðum á Hvalfjarðarströnd. Keppt verður á glæsilegum flota breskra fornbíla sem verða staddir á Íslandi dagana 18. til 26. apríl. Alls koma 33 fornbílar hingað til lands á vegum samtakanna Historic Endurance Rally Organisation eða HERO. Það er breskur akstursíþróttaklúbbur sem skipuleggur keppnir fyrir fornbíla. Margir bílanna eru afar fágætir.

 

Nú efnir klúbburinn til keppni á Íslandi sem felst í því að bílunum er ekið ákveðna leið samkvæmt leiðarbók innan tímamarka. Tímamörkin eru sett þannig upp að aldrei þarf að fara yfir hámarkshraða þannig að lögreglan þarf ekki að hafa áhyggjur af ofsaakstri breskra fornbíla þessa daga sem hópurinn er á landinu. Til viðbótar er svo keppt á bílunum í ökuleikni eða þrautaakstri þar sem bifreiðastæði eða stór svæði eru notuð til að setja upp brautir með keilum sem aka þarf kringum.

 

„Bílarnir koma til landsins í gámum og er skipað upp í Reykjavík. Snemma á  sunnudagmorgun 19. apríl verður ekið þaðan upp í Hvalfjörð um Kjósarskarð, ef það verður þá fært. Í Hvalfirði verður fyrst keppt í nákvæmnisakstri þar sem fólk þarf að halda ákveðnum meðalhraða yfir tiltekna vegalengd.  Svo er keppni í ökuleikni á bifreiðastæðinu við Hernámssetrið klukkan 10:36 sunnudagsmorguninn 19. apríl,“ segir Tryggvi Magnús Þórðarson sem er íslenskur fulltrúi HERO við skipulagningu leiðangursins.

Frá Hlöðum verður ekið í Borgarnes þar sem snæddur verður hádegisverður á Hótel Hamri. Síðan er akstur um Borgarfjörð. Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri verður heimsótt og kvenfélagskaffi drukkið í Brúarási. Um kvöldið er gist á Hótel Hamri. Á mánudagsmorgun liggur leiðin síðan yfir Holtavörðuheiði norður í land. Hópurinn ætlar þannig að aka umhverfis Ísland þá daga sem hann er á landinu.

 

Allar keppnir á leiðinni fara fram eftir reglum og skyldum sem settar eru fram í íslenskum lögum og reglugerðum, keppnisreglna HERO fyrir svona viðburði auk reglna Akstursíþróttasambands Íslands og alþjóða akstursíþróttasambandsins FIA eins og við á. Afar fjölbreyttur bílafloti frá árabilinu 1933 til 1981 tekur þátt í þessum leiðangri HERO-klúbbsins til Íslands. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu klúbbsins (http://www.heroevents.eu/).

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is