Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. apríl. 2015 11:48

Verkfall myndi ná til meira en hundrað fyrirtækja á Akranesi

Í gærmorgun hófst kosning um verkfall starfsfólks á almennum vinnumarkaði. Atkvæðagreiðslu lýkur á miðnætti að kvöldi mánudagsins 20. apríl. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness ítrekar í pistli á heimasíðu félagsins mikilvægi þess að félagsmenn taki þátt í kosningunni og segi „já“ við verkfalli. Með því séu þeir að knýja fram þá sanngjörnu kröfu að lágmarkslaun á Íslandi verði orðin 300 þúsund eigi síðar en innan þriggja ára. Verkfall myndi hafa mjög víðtæk áhrif á Akranesi enda mun það ná til 116 fyrirtækja, að sögn Vilhjálms. Fjölmennustu hóparnir eru tengdir sjávarútvegsfyrirtækjum eins og HB Granda. Því til viðbótar myndi verkfall hafa víðtæk áhrif svo sem hjá iðnfyrirtækjum, á flutningafyrirtæki, rútufyrirtæki, verktakafyrirtæki, lifrarbræðsluna, hrognavinnslu, ræstingar, bensínstöðvarnar og meira að segja myndi verkfall ná til starfsmanna Spalar sem vinna í gjaldskýlinu við Hvalfjarðargöngin. „Með öðrum orðum, verkfallið mun hafa mjög víðtæk áhrif jafnt á sjávarútvegsfyrirtæki og ferðaþjónustu sem og önnur fyrirtæki,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Ljóst er á framasögðu að ef til verkfalls á almennum vinnumarkaði kemur mun það hafa víðtæk áhrif um allt Vesturland.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is