Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. apríl. 2015 11:43

Hefur endurbyggt og lagfært á fjórða tug gamalla húsa

Stykkishólmur þykir ekki aðeins með fallegri kaupstöðum landsins heldur hefur bærinn vakið athygli fyrir mörg gömul hús sem gerð hafa verið upp og haldið vel við. Þau eru því sannkölluð bæjarprýði. Sá maður sem komið hefur mikið að endurgerð húsanna er Baldur Þorleifsson byggingameistari. Baldur hefur frá 1998 starfrækt trésmiðjuna Narfeyri og byrjaði þar einn ásamt aðstoðarmanni. Síðustu árin hefur Baldur að jafnaði verið með fjóra til fimm menn í vinnu og fleiri að sumrinu. Þá segist hann bæta laghentum strákum í hópinn. Baldur segir að uppistaðan í verkefnunum sé endurgerð gamalla húsa og síðan hefur hann líka byggt ný hús og búið þau í gamlan búning ef svo má segja, þau hús eru með gamaldags utanhússklæðingu og gluggum. Það er ekki bara í Stykkishólmi sem Baldur á mörg handtökin í gömlum húsum, heldur einnig í Flatey og í Reykjavík. Þegar blaðamaður Skessuhorns hitti hann að spjalli í Stykkishólmi á dögunum kvaðst hann ekki hafa tölu á hversu mörg gömlu húsin væru sem hann hefur endurgert eða endurbætt. Hann giskar á að þau séu milli þrjátíu og fjörutíu á tæplega tuttugu ára tímabili.

 

Rætt er við Baldur í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is