Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. apríl. 2015 03:04

Aldrei meiri þorskur frá upphafi ralls fyrir 30 árum

Þorskstofninn við Ísland hefur aldrei mælst sterkari frá því Hafrannsóknastofnun hóf stofmælingar sínar með hinu svokallaða togararalli árið 1985. Mikið er af stórum þorski, margir árgangar mælast sterkir og nýjasti árgangur 2014 mælist sterkur. Útbreiðsla þorsksins er mikil og meðalþyngd fimm ára og eldri þorska er yfir meðaltali áranna 1985 - 2015.

 

Ýsustofninn gefur einnig fyrirheit um að vera í mikilli sókn. Ýsan er vel haldin og ákveðnar vísbendingar um að 2014 árgangurinn sé sterkur.

 

Mikið virðist af fullorðnum gullkarfa. Í heildina er ekki annað að sjá en að ástand helstu botnfiskstofna hafi lagast mikið og hljóti nú að teljast allgott.

 

Allt er þetta meðal niðurstaðna úr stofnmælingum Hafrannsóknastofnunar í vetur sem skoða má með því að smella hér.

 

Ráðgjöf vísindamanna um leyfilegan heildarafla í einstökum tegundum mun liggja fyrir í byrjun júnímánaðar. Óhætt er að fullyrða að þessi jákvæðu tíðindi af fiskistofnunum gefi væntingar um að veiðiheimildir verði auknar á næsta fiskveiðiári.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is