Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. apríl. 2015 09:00

Húsafell málaranna á Kolsstöðum í Hvítársíðu

Efni næsta fyrirlesturs Snorrastofu býður uppá að leitað sé til góðra granna um að hýsa hann. Listasetrið á Kolsstöðum í Hvítársíðu hefur boðið fram einstaka aðstöðu sína, þar sem segja má að gestir kvöldsins sitji við fótskör Húsafellsumhverfisins, sem fjallað verður um annað kvöld, þriðjudaginn 21. apríl og vakið hefur svo marga til listsköpunar. Þar fjallar Jón Proppé listheimspekingur um Ásgrím Jónsson og fleiri listamenn, sem dvöldu í Húsafelli um lengri og skemmri tíma og heitir fyrirlesturinn eins og fram kemur í fyrirsögn, Húsafell málaranna. Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við SÖGU jarðvang, kynnir kvöldsins verður Elísabet Haraldsdóttir leirlistakona. Dagskráin hefst kl. 20:30 og verður með hefðbundnum hætti, umræðum og kaffiveitingum. Aðgangur er kr. 500.

Húsafell hefur sérstakan sess í íslenskri listasögu því þangað hafa listamenn, einkum landslagsmálarar, lengi leitað eftir innblæstri frá stórbrotinni náttúrunni. Þar kemur auðvitað fyrst upp í hugann nafn Ásgríms Jónssonar sem kom þar fyrst 1915 og dvaldi þar um nokkurra vikna skeið nær hvert sumar upp frá því. Sumrin 1921 og 1922 komu svo líka þau Muggur, Jón Stefánsson og Júlíana Sveinsdóttir og mundu listfræðingar gefa mikið fyrir að geta hlerað samtöl þessara brautryðjenda þar sem þau stóðu saman með pensla sína og liti og reyndu að ná tökum á því að fanga landslagið í módernísk málverk. Síðan lá stöðugur straumur listamanna að Húsafelli og að Þingvöllum undanskildum er vart nokkur staður á landinu sem jafnoft hefur orðið málurum að viðfangsefni. Í fyrirlestrinum verður þessi saga rakin í grófum dráttum með mynddæmum en líka reynt að kafa ofan í samband myndlistar og náttúru á Íslandi, aðferðir listamannanna og sýn þeirra á landið.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is