Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. apríl. 2015 04:04

Ingi Þór og stjórnin staðfestu áframhaldandi samstarf

Í gær var undirritaður samningur milli stjórnar körfuknattleiksdeildar Snæfells og Inga Þórs Steinþórssonar um að hann haldi áfram þjálfun karla- og kvennaliðsins. Eitt ár var eftir af samningi Inga Þórs við Snæfell. „Bæði ég og stjórnin eru með samningnum að undirstrika vilja beggja aðila um áframhaldandi samstarf. Það er mjög mikilvægt þegar farið verður að vinna að leikmannamálum sem er að byrja þessa dagana,“ sagði Ingi Þór í samtali við Skessuhorn. Samningurinn er opinn að því leyti að ekki er tímasetning í honum enda er hann í raun staðfesting á eldri samningi. Ingi er nú á sínu sjötta tímabili hjá Snæfelli og ljóst að hann verður að minnsta kosti eitt ár í viðbót. „Ég kann mjög vel við mig hérna í Hólminum og ætli ég verði ekki hérna eins lengi og ég vil,“ bætti Ingi Þór við í gamansömum tón.

 

 

 

Einhverjar mannabreytingar

Ingi Þór segir að afrakstur þessa vetrar virðist ekki vera langt frá því sem að var stefnt. Það hafi þó verið vonbrigði að karlaliðið náði ekki í úrslitakeppnina eins og að var stefnt. „Þetta var bara svo gríðarlega jafnt í sætunum frá þrjú til níu. Haukarnir voru til dæmist í níunda sæti þegar þrjár umferðir voru eftir en enduðu svo í því þriðja. Karlaliðið hjá okkur var að spila vel í mörgum leikjum en vantaði stöðugleikann,“ segir Ingi Þór. Þessa dagana stendur baráttan sem hæst í úrslitakeppni kvenna í Dominosdeildinni og útlit fyrir æðislegan lokasprett í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Hvort sem við eða Grindavík förum í úrslitin þá verður strembið verkefni að mæta firnasterku liði Keflavíkur í úrslitaviðureigninni sem hefst miðvikudagskvöldið 22. apríl. Keflavíkurliðið hefur verið helsta hindrun okkar í vetur,“ segir Ingi Þór. Aðspurður segir hann að búast megi við einhverjum breytingum á meistaraflokkum Snæfells fyrir næsta vetur. Ljóst sé að Pálmi Freyr hætti hjá körlunum og Kristin McCarty hjá konunum, auk þess sem tvær í kvennaliðinu séu að fara í nám. „Það eru kynslóðaskipti að eiga sér stað hjá körlunum og ungir menn munu stíga fram á sviðið næsta vetur. Við verðum eitthvað að styrkja hópinn. Hjá konunum verða líka einhverjar breytingar en ég er bjartsýnn á að við verðum með sterk lið á báðum vígstöðvum næsta vetur. Það þýðir ekkert að vera með væl þótt einhver skörð þurfi að fylla. Ég þekki ekkert annað en takast á við verkefnin með áhuga og gleði rétt eins og mórallinn er hérna í Hólminum,“ segir Ingi Þór.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is