Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. apríl. 2015 09:09

Segir eldri kúabændur marga hverja í pattstöðu vegna mjólkurkvótans

Nú í byrjun febrúar síðastliðnum hófu hjónin Brynjar Bergsson og Anna Lísa Hilmarsdóttir bændur á Sleggjulæk í Stafholtstungum rekstur á nýju kúabúi að Refsstöðum í Hálsasveit. Þar hafði kúabúsrekstur legið niðri um nokkurra ára skeið. Þau Brynjar og Anna Lísa hafa lagt mikið undir við endurbætur á fjósbyggingunni. Hún á að hýsa um 130 kýr þar sem áætluð ársframleiðsla verður um 800 þúsund mjólkurlítrar. Fram að þessu höfðu þau verið með kýr á Sleggjulæk í um tveggja ára skeið.

 

Brynjar Bergsson sagði í samtali við Skessuhorn þegar fjósið var tekið í notkun í febrúar, að lykillinn að því að hægt væri að fara af stað með búið á Refsstöðum væri sú að nú væri búið að taka mjólkurkvótann úr sambandi. Mikil eftirspurn á mjólk umfram framboð gerir það að verkum að bændur geta framleitt eins mikið og þeir vilja. Öll mjólk er keypt. Kvótakerfið í mjólkurframleiðslu virkar því ekki lengur, hvað sem síðar verður. Þetta hefur skapað svigrúm fyrir nýja aðila að hasla sér völl í kúabúskap án þess að þurfa að eyða stórfé í kaup á framleiðslurétti, það er mjólkurkvóta. „Við höfum fullt frelsi til að gera það sem við viljum í okkar framleiðslu án þess að kaupa kvóta,“ segir Brynjar. Að sama skapi býst hann við að margir eldri bændur séu að lenda í ákveðinni pattstöðu með að selja búin og hætta búrekstri meðan ekki sé verðmiði á kvótanum. Það er að segja verði hann aftur einhvers virði. Þetta útskýrir Brynjar nánar í afar áhugaverðu viðtali í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is