Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. apríl. 2015 04:44

Enn er blómlegt í Árdal og þriðja þáttaröðin senn í loftið

Þriðja sería af sjónvarpsþáttaröðinni Hið blómlega bú hefur göngu sína á Stöð 2 sunnudagskvöldið 19. apríl. Í þáttaröðinni fer kokkurinn Árni Ólafur Jónsson úr stórborginni New York og sest að í Árdal í Borgarfirði. Í fyrstu þáttarröðinni hefur Árni kokkur búskap og kynnist ræktunarleiðum og helstu störfum bænda. Í annarri seríu sem gerist yfir vetrartímann upplifir áhorfandinn jólastemningu í Borgarfirði, vetrarlífið og hátíðarmat. „Nú er þriðja þáttarröðin á lokametrum framleiðslu og sem fyrr leitar Árni á náðir heimamanna og kannar matarkistu Vesturlands. Í þetta sinn fer hann vítt og breytt um Vesturlandið,“ útskýrir Bryndís Geirsdóttir framleiðandiþáttanna í samtali við Skessuhorn.

 

 

KK sér um tónlistina

„Við erum fáliðuð og tökum okkur góðan tíma í vinnsluna, þetta er hvorki hraðsoðið né niðursoðið og það er forsenda þess að þáttarframleiðslan gengur upp. Við erum að klára klippingu og upptökur á tónlist fyrir átta þátta seríu sem verður frumsýnd 19. apríl. Það er mikið lagt upp úr tónlistinni sem er nær öll samin, útsett og tekin upp í stofunni í Árdal. KK hefur séð um tónlistina fyrir þættina frá upphafi. Það hefur verið ofsalega gaman að vinna með honum, hann er svo lunkinn lagasmiður. Stundum vörpum við einhverri stemningu eða gefum mynd af framvindu og hann býr til tónmál úr því. Það er eins og hann grípi orðin sem við setjum fram í rýmið og svari með tónlist. Það er alveg merkilegt að fylgjast með hvernig einmitt réttu tónarnir verða til. Kristján er einhvern veginn ólgandi brunnur stemningar og stílbrigða. Ég vona að það slæðist eitt lag eða tvö lög með úr þessu samstarfi á nýju plötuna hans. Það væri nú eitthvað alveg magnað,“ segir Bryndís. Húnsegir einnig að það sé sérstakt að tónlist leiki svo stórt hlutverk í matreiðsluþætti og KK ljái þáttunumeinkennandi blæ.

 

Óhætt er að segja að þættir Býdrýginda um Hið blómlega bú séu einver besta kynning sem Vesturland hefur fengið í sjónvarpi á liðnum árum. Spennandi verður því að fylgjast með næstu þáttaröð.

 

Nánar er rætt við Bryndísi um Hið blómlega bú í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is