Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. apríl. 2015 03:31

Hlutir fara að skýrast í leigumálum Landbúnaðarháskólans

Þann 1. apríl síðastliðinn rann út frestur til að sækja um leigu á jörðunum Hesti og Mávahlíð sem eru í eigu Landbúnaðarháskóla Íslands. Skólinn hefur rekið fjárbú sitt að Hesti og skal jörðin leigjast út með fjárstofni. Alls sóttu 12 aðilar um, eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni. „Ég skipaði þriggja manna valnefnd sem nú hefur farið yfir umsóknirnar og valið fjóra út til nánara samtals. Valnefnin hefur kynnt mér niðurstöðu sína og er nú í dag að ræða við þessa umsækjendur. Í framhaldinu verður ákveðið hverjum verður boðið að ganga til samninga. Það er brýnt að þetta mál gangi hratt fyrir sig. Vorverkin í fjárbúskapnum eru handan við hornið. Við stefnum á að það liggi fyrir í lok mánaðarins hver verði leigutaki,“ segir Björn Þorsteinsson rektor Landbúnaðarháskólans í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

Skýrist brátt með nýtingu fleiri húsa

Frestur til að sækja um rekstur á félags- og veitingaaðstöðunni í gömlu hestaréttinni há Hvanneyri (Kollubar) rann síðan út 10. apríl. Í auglýsingu þar um var einnig tilgreint að til greina tæki að útvíkka starfsemina og láta hana ná til fleiri af gömlu byggingunum á Hvanneyri, það er Skólastjórahússins, Gamla skólans og Gamla bútæknihússins. „Samningur sem var 2005 um reksturinn á húsnæði Kollubars rann út. Það var ákveðið að setja þetta í opið útboð. Ég fann fyrir miklum áhuga í samfélaginu hér á Hvanneyri til að móta nýja framtíðarsýn fyrir þessar byggingar og þá jafnvel í stærra samhengi en verið hefur. Það eru svo mikil verðmæti fólgin í nýsköpunarvilja fólksins á staðnum og sjálfsagt að virkja þau. Fimm aðilar sendu inn umsóknir og lögðu fram hugmyndir sínar. Flestar komu frá heimafólki og allar frá fólki í sveitarfélaginu. Þær endurspegla allar mikinn áhuga og fela í sér hugmyndir um nýsköpun í menningarstarfsemi og ferðaþjónustu. Ég hef umsóknirnar til umsagnar til nokkurra ráðgefandi aðila og vænti svara frá þeim núna í vikunni. Væntanlega verður ákveðið í vikunni við hverja við göngum til samninga og niðurstaða liggi fyrir í lok mánaðar. Ég hef góða von um að sá kraftur sem er í fólkinu okkar geti leitt til þess að gamla torfan svokallaða hér á Hvanneyri fái hlutverk til framtíðar,“ segir Björn Þorsteinsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is