Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. apríl. 2015 03:38

Nýr Bjarni Ólafsson AK keyptur til landsins

Eigendur útgerðarfyrirtækisins Runólfs Hallfreðssonar ehf. á Akranesi hafa ráðist í að endurnýja Bjarna Ólafsson AK 70. Það gera þeir með því að selja gamla skipið til Rússlands og kaupa í staðinn nýlegra skip, norska uppsjávarveiðiskipið Fiskeskjer frá útgerðarfyrirtækinu Strand-Rederi í Álasundi. Fiskeskjer er nú á kolmunnaveiðum sunnan við Færeyjar og hluti áhafnar Bjarna Ólafssonar er þar um borð. Áætlað er að nýr Bjarni Ólafsson AK verði kominn til heimahafnar á Akranesi fyrir sjómannadag. „Skipið er eins og nýtt og fullkomið veiðiskip og kemur frá einni bestu útgerðinni í Noregi. Það er með 7500 hestafla vél og er mjög gott sjóskip,“ segir Runólfur Runólfsson annar skipstjóra á Bjarna Ólafssyni í samtali við Skessuhorn.

 

 

Fiskeskjer var smíðaður í Noregi 1999 eins og Bjarni Ólafsson, sem er 21 ári eldra skip, en var keyptur 20 ára gamall til Akraness árið 1998. Gamli Bjarni Ólafsson er því kominn hátt á fertugsaldurinn. Nýja skipið er tæpum sex metrum styttra en það eldra eða 67,40 metra að lengd en um einum og hálfum metri breiðara, 13 metra breitt. Í áhöfn nýja skipsins verða aðeins færri í hverri veiðiferð, einum eða tveimur færri, en engar mannabreytingar verða þó í mannahaldi að sögn forsvarsmanna útgerðar skipsins, Runólfs Hallfreðssonar ehf. Bræðurnir Gísli og Runólfur Runólfsson eru skipstjórar en móðir þeirra Ragnheiður Gísladóttir er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Útgerð Bjarna Ólafssonar og skipið hefur reynst traust um tíðina og flestir skipverjarnir verið um borð í 15-35 ár. Fjölskylda Runólfs Hallfreðssonar á 62% í fyrirtækinu og Síldarvinnslan á Neskaupstað 38%.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is