Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. apríl. 2015 03:50

Akraneskaupstaður í samstarf um átak í eldvörnum

Fyrr í dag var undirritaður í bæjarþingsalnum á Akranesi samningur milli Eldvarnabandalagsins og Akraneskaupstaður um að efla eldvarnir á heimilum og í fyrirtækjum og stofnunum á Akranesi. Markmið samstarfsins er meðal annars að þróa verkefni sem geta nýst öðrum við eldvarnafræðslu og innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits fyrirtækja og stofnana. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri sagði við undirskrift samningsins að þetta samstarf kæmi til viðbótar og eflingar þeim eldvörnum sem viðhafðar hefðu verið í stofnunum kaupstaðarins sem eru tæplega 20. Það myndi einnig ná til leigjenda á vegum Akraneskaupstaðar sem og til þeirra sem njóta húsaleigubóta. Samstarfið felur í sér að Akraneskaupstaður innleiðir eigið eldvarnaeftirlit í stofnunum sínum í haust samkvæmt gögnum sem Eldvarnabandalagið hefur útbúið. „Með samstarfinu við Eldvarnabandalagið förum við nýjar leiðir til að efla eldvarnir og öryggi fólks og njótum þar mikillar reynslu Eldvarnabandalagsins og efnis sem það hefur gefið út,“ sagði Regína ennfremur.

 

 

Eldvarnabandalagið er samstarfsvettvangur fjölmargra fyrirtækja og stofnana um auknar eldvarnir á heimilum og vinnustöðum. Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar var viðstaddur athöfnina og undirritunina í bæjarþingsalnum. Hann sagði ánægjulegt og jákvætt hvað Akurnesingar sýndu öryggismálum mikinn áhuga. Eldvarnabandalagið hefur útbúið leiðbeiningar og önnur gögn vegna eigin eldvarnaeftirlits fyrirtækja og stofnana og verða þau höfð til hliðsjónar í samstarfinu við Akraneskaupstað. Þjálfaðir verða eldvarnafulltrúar sem annast eftirlit með eldvörnum í stofnunum bæjarins samkvæmt gátlistum Eldvarnabandalagsins. Þá fá allir starfsmenn bæjarins fræðslu um eldvarnir á vinnustaðnum og heima fyrir og verður þeim afhent handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimilisins. Eldvarnabandalagið leggur til allt efni og fræðslu án endurgjalds.

 

Garðar H. Guðjónsson, verkefnastjóri Eldvarnabandalagsins, segir ánægjulegt að fá tækifæri til að þróa verkefnin í samvinnu við Akraneskaupstað og tæplega 20 stofnanir og nærri 600 starfsmenn hans. „Við bindum vonir við að reynslan af samstarfinu hér á Akranesi verði öðrum sveitarfélögum og fyrirtækjum hvatning til að feta sömu braut, segir Garðar.

 

Til stóð að halda rýmingaræfingu í stjórnsýsluhúsinu við Stillholt 16-18 að lokinni undirskrift samningsins, en henni var frestað þar sem boðunarkerfi innanhúss reyndist í ólagi. Verður æfingin haldin síðar. Afar jákvætt er að slík bilun kemur upp við æfingu en ekki við raunverulegan eldsvoða.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is