Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. apríl. 2015 06:01

Allt stefnir í hörð átök á vinnumarkaði

Líkur á víðtækum verkföllum í hópi lægst launuðu stétta þessa lands eru mikið að aukast. Boðuð verkföll munu hafa víðtæk áhrif um allt land enda tugþúsundir sem heyra undir aðildarfélögin sem enn hefur ekki verið samið við. Samningafundi Starfsgreinasambandsins (SGS) með Samtökum atvinnulífsins (SA) lauk til að mynda á föstudaginn án nokkurs árangurs. Atkvæðagreiðslu um verkfall lýkur á miðnætti í kvöld en náist ekki að semja hefst verkfall hjá þúsundum verkafólks fimmtudaginn 30. apríl. Meginkrafa SGS hefur verið að lágmarkslaun fyrir fulla vinnu fari upp í 300.000 kr. á næstu þremur árum.

Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins segja að krafan njóti mikils stuðnings, ekki einungis meðal almennings, heldur einnig meðal margra atvinnurekenda. Forsvarsmenn SA hafa hins vegar lýst því yfir að krafan sé óaðgengileg og muni setja efnahagslífið á hliðina.

 

Björn Snæbjörnsson formaður STS sagði eftir að upp úr fundinum á föstudaginn slitnaði að það verði að viðurkennast að það hafi ekki komið á óvart að upp úr viðræðum hafi slitnað. Engar nýjar tillögur komi frá Samtökum atvinnulífsins. „Bæði í ljósi umræðunnar í þjóðfélaginu síðustu daga og ekki síður vegna þess hve skammt er í að afar umfangsmiklar verkfallsaðgerðir hefjist um land allt, sem viðbúið er að hleypa muni öllu í hnút. Það hlýtur að vera hagur allra að nota þann tíma sem við höfum og reyna að nálgast hvort annað við samningaborðið. Fulltrúar atvinnurekenda skila hins vegar enn auðu. Um leið finnum við gríðarlegan meðbyr með okkar kröfum úti í samfélaginu og heyrum í sífellt fleiri atvinnurekendum og öðrum fulltrúum fyrirtækja sem telja að svigrúm sé til að ganga til samninga við okkur á þeim grunni sem við höfum kynnt. Annað hvort berast þær skoðanir ekki til eyrna æðstu manna í SA eða þá að þeir eru að spila einhvern leik sem snýst um að halda fast við þessar skammarlega lágu hækkanir sem þeir buðu okkur í upphafi; 3-3,5%,” sagði Björn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is