Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. apríl. 2015 08:01

Spilað um heimaleikjarétt á úrslitakvöldi Opna borgfirska

Vestlenskir briddsspilarar standa í ströngu þessa dagana. Nú er Opna Borgarfjarðarmótið í gangi. Byrjað var á mánudaginn í síðustu viku í Logalandi og haldið áfram á Akranesi á fimmtudagskvöldið.  Til mikils var að vinna því ákveðið var að spila um heimaleikjaréttinn á þriðja og síðasta kvöldi keppninnar. Búseta efsta parsins eftir tvo keppnisdaga réði hvar yrði spilað í kvöld. Hvanneyringarnir Sveinbjörn og Lárus stóðu vel að vígi, efstir eftir sinn heimaleik í Logalandi en skammt undan voru sjóðheitir Hvalstrendingar, Guðmundur og Hallgrímur, staðráðnir í að spila aftur á Akranesi. Fóru leikar svo að téðir sunnan heiðar menn skoruðu mest yfir kvöldið en það dugði bara ekki til.  Sveinbjörn og Lárus áttu digran varasjóð og hann varð ekki þurrausinn.  Því spila vestlenskir í Logalandi í kvöld kl 20:00.  Annars urðu úrslitin á þá leið að Hallgrímur og Guðmundur náðu saman 343 stigum, Sveinbjörn og Lárus 337 og eru þessi pör að stinga aðra af. Þriðja besta kvöldskorinu náðu Magnús og Leó, 323 stigum, og ungstirnin Logi og Heiðar komu þar á eftir með 317.

Nánari úrslit á:

 

http://bridge.is/files/16.april_463955080.htm

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is