Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. apríl. 2015 06:06

Myndir: Fjölbreyttur fornbílafloti í sunnudagsralli um Hvalfjörð og Borgarfjörð

Glæsilegur floti 33 fornbíla víða að úr heiminum keppti í ralli og akstursleikni í Hvalfirði og Borgarfirði í dag, sunnudag.

 

Keppnin hófst með rallakstri um Hvalfjörð þar sem leiðin lá um Kjósarskarð. Síðan var keppt í akstursleikni við Hernámssetrið á Hlöðum. Áfram var haldið í vestur og rallað um Melasveit og síðan áfram í Borgarnes þar sem aftur var keppt í akstursleikni, í þetta sinn við Olís. Síðan var haldið að Hvanneyri þar sem enn var keppt.

 

Leiðin lá svo um Borgarfjörð þar sem snæddar voru kleinur og drukkið kaffi í Brúarási.  

 

Fornbílarnir verða staddir á Íslandi dagana 18. til 26. apríl og halda á morgun úr Borgarfirði norður yfir heiðar. Ætlunin er að aka hringinn kringum Ísland í ferð sem hófst árla sunnudagsmorguns. Alls komu 33 fornbílar hingað til lands á vegum samtakanna Historic Endurance Rally Organisation eða HERO. Það er breskur akstursíþróttaklúbbur sem skipuleggur keppnir fyrir fornbíla. Margir bílanna eru afar fágætir. Þeir eru frá ýmsum löndum svo sem Bretlandseyjum, Írlandi, Noregi, Sviss, Hollandi, Belgíu og Nýja Sjálandi.

 

Keppnin sem nú er efnt til á Íslandi felst í því að bílunum er ekið ákveðna leið samkvæmt leiðarbók innan tímamarka. Tímamörkin eru sett þannig upp að aldrei þarf að fara yfir hámarkshraða. Til viðbótar er svo keppt á bílunum í ökuleikni eða þrautaakstri þar sem bifreiðastæði eða stór svæði eru notuð til að setja upp brautir með keilum sem aka þarf kringum.

 

Eins og sjá má á myndunum sem hér fylgja og voru teknar af blaðamanni Skessuhorns við Hlaði, í Borgarnesi og á Hvanneyri í dag, þá er það afar fjölbreyttur bílafloti frá árabilinu 1933 til 1981 tekur þátt í þessum leiðangri HERO-klúbbsins til Íslands. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu klúbbsins (http://www.heroevents.eu/).

 

Keppendur gista á Hótel Hamri við Borgarnes í nótt og þar má því sjá bílana í kvöld.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is