Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. apríl. 2015 09:17

Verkföll samþykkt nær samhjóða

Tæplega 98% þeirra sem tóku afstöðu í atkvæðagreiðslu félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness um hvort ganga eigi til verkfalls sögðu já við því. Kosningaþáttaka var 60%.  

 

Verkfallið mun að óbreyttu hefjast á hádegi þann 30. apríl og standa fram að miðnætti. Síðan mun næsta lota verða frá miðnætti 6. maí til miðnættis 7. maí. Þetta verður endurtekið 19. og 20. maí. Ótímabundið verkfall hefst síðan 26. maí.

 

Verkfallið mun ná til 116 fyrirtækja á Akranesi. Þar má nefna GMR á Grundartanga, flutningafyrirtæki, rútufyrirtæki, verktakafyrirtæki, lifrar- og hrognavinnslu, ræstingar og bensínstöðvarnar. Starfsmenn Spalar sem vinna í gjaldskýlinu í Hvalfjarðargöngum fara einnig í verkfall þannig að búast má við samgöngutöfum. Einnig liggur fyrir að mötuneyti hjá stóriðjufyrirtækinu Elkem Ísland á Grundartanga fer í verkfall.

 

Niðurstöður hafa einnig verið kynntar úr atkvæðagreiðslu Framsýnar á Húsavík. Þar samþykktu 96% að ganga til verkfalla.

 

Kosningum um verkfall lauk hjá Starfsgreinasambandinu í gærkvöldi. Úrslit þeirra verða kynnt klukkan 11 nú á eftir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is